Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 15
Andvari].
Jón Ólafsson.
11
fór að fást við blaðamensku og þangað til hann
hætti henni. Honum hefði án efa verið það mikil
og óblandin ánægja, að mega lifa þau úrslit þessa
máls, sem fengust nokkrum missirum eftir dauða
hans. — Um viðskiftamál skrifaði hann töluvert og
var einn at formælendunum að stofnun beggja bank-
anna hjer. Þegar rætt var um stofnun íslands banka,
lagðist hann fast á móti þeim kenningum, sem haldið
var á lofti af ýmsum um hættu af því, að fá útlent
fjármagn til starfsemi í landinu. Hann ljet sjer mjög
ant um stofnun Verslunarskólans, kendi þar um hríð
og samdi kenslubók í viðskiftafræði, sem skólanum
var ætluð. Loks má minnast þess, að hann barðist
með miklum áhuga fyrir ritsímamálinu bæði á þingi
og í blaði sinu, en um það mál stóðu hvassar deilur
á fyrstu árum hinnar innlendu stjórnar hjer. — Jón
var, eins og fyr segir, kosinn á þing af Sunnmýling-
um 1880 og var þingmaður þeirra fram til 1890, er
hann fór vestur um haf í síðara skiftið. 1905 varð
hann konungkjörinn þingmaður, en sagði því um-
boði af sjer þá í þinglokin. 1908—13 var hann aftur
þingmaður Sunnmýlinga, en bauð sig ekki fram eftir
það. Fyrst fylgdi hann á þingi Benedikt Sveinssyni
sýslumanni í endurskoðunarbaráttunni, en varð 1889
einn af forkólfum »miðlunarinnar«, sem svo var
nefnd, en þeir vildu sníða samband íslands við Dan-
mörk eftir sambandi Kanada við England. Á síðari
þingsetutíma sinum var hann í ílokki Heimastjórn-
armanna og barðist jafnt fyrir málstað flokksins á
alþingi og í blaði sinu.
Bókmentastarfsemi J. Ól. hneig á yngri árum hans,
fyrir utan blaðamenskuna, mest að ljóðagerð, og hafa
kvæði hans mörg náð miklum vinsældum. Safn af