Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 105
Andvari].
Einsteinskenning.
101
til, að klukkan sendi frá sér Ijósleiptur í hvert sinn
sem hún slær sekúnduhögg. Bæði A. og B. hafa
sama útbúnað, í því skyní að festa timalengdir í
sekúndum og fjarlægðir í stikum.
Vér hugsum oss A. standandi á jörðunni, en að B.
svífi úti í heimsgeimnum. B. situr t. d. á kúlu, sem
hreyfist fram hjá jörðunni með 200000 rasta hraða á
sek. Vér hugsum oss hraða hans svo mikinn, því að
ella verður munurinn í mælingunum litill.
A. horfir á B. í góðum sjónauka og mælir Qar-
lægðina á milli endanna á stikukvarða B. á sama
augnabragði sem hann fer fram hjá honum. Auk
þess gætir hann að leiptrunum frá klukku B. og at-
hugar klukku sína, er þau koma.
Ef B. færi með tiltölulega litlum hraða, ef hann
t. d. stæði á tunglinu, mundi A. finna, að stikukvarði
B. væri ein stika að lengd og leiptrin frá klukku
hans kæmu með sekúndu-millibili eða því sem næst,
svo nálægt, að hann mundi ekki geta fundið neinn
mun. En allt annað verður uppi á teningnum, þegar
B. fer með hraða, sem nálgast ljóshraðann. A. finnur
þá, að stikukvarði B. er styttri en ein stika, er að
eins 75 cm. að lengd. Og sekúndurnar eru lVs sek.
að lengd.
B. hefir þá farið af stað frá jörðunni með staf,
sem er stika að lengd, og klukku, sem slær rétt á
sekúndu hverri. En samt finnur A., þegar hann horfir
á tæki B., að stafurinn er orðinn styttri og klukkan
gengur allt of seint.
Hér á við ein stutt athugasemd. Vér höfum þegj-
andi miðað við það, að B. héldi stikukvarða sínum
svo, að hann væri í stefnu við hreyfing sjálfs hans.
Þá að eins verður hann svo miklu styttri séð frá
7