Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 21
Andvari].
Norðurreiðin 1849 og síðar.
17
undir herforingjapróf og verið foringi í Danaher frá
1811—19. Eftir það varð hann amtmaður í Norður-
og Austuramtinu 1824—33, gegndi síðan ýmsum lög-
fræðingaembættum í Danmörku til þess hann varð
amtmaður aftur fyrir norðan og austan. Hvort sem
Grímur Johnsson stóð undir herstjórninni eða um-
boðsstjórninni, þá var hann í miklum metum hjá
yfirboðurum sinum, og fjekk hvert embættið, og
hvern tililinn á fætur öðrum. Hann varð etazráð
1833, og sat á Hróarskelduþingum 1840 og 1842, sem
konungkjörinn þingmaður fyrir ísland og Færeyjar.
Fað er tæpast efamál að herforingjalundin hefur
verið rík hjá Grími amtmanni, og að útlitið svaraði
til þess. Hann var fríður maður og vel vaxinn, og
snyrtimenska foringjans var honum eiginleg. Honum
mun hafa komið bezt, að aðrir sem hann hafði yfir
að bjóða skrifuðu skýrt, gæfu stuttar skýrslur, eins
og kent er á hermannaskólunum, en landsmenn eru
að jafnaði langorðir í rili og samtali. Rask vildi í
gamanbrjefi gera liann að »hæstbjóðanda til lands
og vatns« á íslandi, eða yfirforingja á sjó og landi.
Um 1875—80 mátti enn merkja agann hjá sýslu-
mönnum og umboðsmönnum í Norður- og Austur-
amtinu, sem mun hafa átt að rekja rót sína til hans,
þegar hann var amtmaður þar. Amtmaðurinn leit
niður á almenning og alþýðu, sem í hans hermanns-
augum hefur orðið að agalausum mannsöfnuði. Og
þó hann leyndi þessu áliti stundum lítt, þá höfðu
menn álit á honum: »Hann var þó vitur maður og
mikilhæfur« — segir Gísli Iíonráðsson1), sem varð
mikill mótstöðumaður hans að síðustu.
1) Gisli Konráðsson: Æfisaga Uvík 1911—14 bls. 230.