Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 29
Andvari].
Noröurreiðin 1849 og siðar.
25
Þessi kjörorð norðurreiðarmanna sýna, hvaðan
aldan er runnin. Hún kemur frá frelsisbaráttunni í
Norðurálfu og konungsbrjefinu, sem heitir lands-
mönnum atkvæði um þeirra eigin rjettindi. Ef síð-
asta setningin hefði venð orðuð 20 árum siðar,
hefði hún verið: niður með kúgunarvaldið. Menn-
irnir ætluðu engan að drepa, og engum að sýna of-
beldi, þeir fóru ekki svo margir til þess; þeir fóru
fjölmennari, en nokkru sinni var vant, til þess að
sýna, að vilji almennings stæði að baki þeim og
seðlinum, sem ekki var undirskrifaður. En hitt dylst
ekki, að slælega hefir verið safnað til fararinnar, því
fyrir »Norðurreið« sagði síra Benedikt Vigfússon á
Hólum, að úr Hjaltadal mundu fara 30 tnanns, ef
þess yrði óskað.
Frá Vallalaug riðu þeir 43 norður, og lágu þeir
um nóttina á Lönguhlíðarbökkum. Þar bættust í bóp-
inn 20 manns úr Öxnadal og Hörgárdal. Mörgum
þeirra var smalað af foringjum vestanmanna, og
gengu þeir Indriði Gíslason og Sigurður Guðmundsson
á Heiði bezt fram í því. Af Lönguhlíðarbökkum tóku
þeir sig upp 63, þann 23. maí, og bjeldu til Möðru-
valla. Bar sem þeir fóru urn, kom alt fólk út á bæj-
unum, og horfði á mannaförina. Fyrir sunnan túnið
á Möðruvöllum er laut; þar fóru þeir af baki og
bundu hesta sína. Peir ljetu þar eftir mann til að
gæta hestanna, svo þeir yrðu ekki flæmdir burtu
með hundum, og fengu ungling úr Hörgárdal til þess
með honum. Úr dældinni gengu þeir í röð hver á
eftir öðrum heim túnið, til þess að þeim yrði siður
gefið að sök, að þeir tröðkuðu túnið meir enn nauð-
syn bar til. í*eir röðuðu sjer í einfaldri röð í kring-
um húsið, því byssa var á staðnum, og ætluðu að