Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 86
82
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
visindasamvinna milli allra þjóða við norðanvert
Atlantshaf og innhöf þess. Varð það svo ur, að
stofnað var til áðurnefndrar samvinnu í sjó- og fiski-
rannsóknum, laust eftir aldamótin. Hefir þeirri sam-
vinnu verið haldið áfram síðan, þó að hún færi að
miklu leyti út um þúfur styrjaldarárin, og mikið hefir
áunnist; menn hafa fengið mikla þekkingu á straum-
um og hita N.-Atlantshafs og á áhrifum þeirra á líf
svifjurta og svifdýra, sem erú frumnæring allra æðri
sjávarbúa; sömuleiðis hafa menn fengið víðtæka
þekkingu á hrygningu og hrygningarskilyrðum margra
nytjafiska, á seiðuin þeirra á ýmsu þroskastigi og
þýðingu frumnæringarinnar fyrir þau1). það hafa
fundist áður óþekt fiskimið. Pekkingin á lífsskilyrðum
skarkola og vexti hans hefir orðið til þess, að Danir
hafa fundið upp á því að flytja kolaseiðin í Lima-
firði af svæðum, sem þau gátu ekki vaxið á vegna
fæðuskorts, á svæði, sem að undangenginni rannsókn
sýndu sig að vera gott »haglendi« fyrir þau; og þar
vaxa þau eins ört og í Norðursjó, og Danir og Svíar
hafa í sameiningu ákveðið lágmarksstærð á þeim
fiski af þessari tegund, sem veiða megi og selja. Með
ákveðinni veiði á tilteknum svæðum hafa menn reynt
að reikna út fjölda skarkolans í Norðursjó og af
afla botnvörpunga þar um nokkur ár draga álykt-
anir um áhrif hotnvörpuveiðanna á hann. Það hefir
leitt til þess, að farið er að tala um að friða sum
svæði í Norðursjó, sem flatfiskur vex mest upp, fyrir
þeim veiðarfærum, sem eru hættulegust ungviðinu.
Þekking sú, sem dr. Schmidt hefir aflað mönnum á
hrygningu álsins, heíir orðið til þess, að seiðin (gler-
l) Sjá ritgerð inínu: Álirií úrstíðanna á líf nyljaliska vorra, Ægir XI.