Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 93
Andvari].
Einsteinskenning.
89
á milli lægi, kæmi hér ekki til greina. Nú er ljósið
ekki efnislegs eðlis að vorri skoðun, og ætti það því
ekki að sæta áhrifum þyngdarinnar, en það gerir
það þó einmitt í rauninni.
Einstein snýr setningunni við.
Hann segir, að það séu ekki hlutirnir (líkamirnir),
sem dragist hver að öðrum. Þó að nú samt sem
áður jörðin gangi í kringum sólina, þó að steinn,
sem við köstum upp í loptið, falli niður aftur, þá
kemur þetta til af því, að rúmið hefir fengið vissa
eiginleika, er hlutirnir komust inn í það. Rúmið
sjál/t er orðið breytt, svo að oss virðist sem allir hlutir
í því dragist hver að öðrum.
Nú munum vér lýsa nánara, með hverjum hætti
Einstein hugsar sér þessa breyting rúmsins, en til
bráðabirgða munum vér að eins skýra hugsunar-
ganginn með dæmi frá Eddington prófessor.
Hugsum oss tjörn með fiskum. Fiskarnir synda
um tjörnina og vér gerum ráð fyrir því, að þeir
syndi yfirleitt beint áfram, það er að segja í beinum
línum. Á einum stað í tjörninni er hringiða, t. d. af
því að þar rennur vatnið út um lokræsi, sem er í
botninum.
Jafnskjólt sem fisk ber þar að, tekur hringiðan
hann með sér. Hann heldur, að hann syndi beint
áfram, en vatnið tekur hann með sér, svo að í raun
og veru hreyfist hann i hring umhverfis lokræsið.
Fiskurinn veit ekkert af hringiðunni, af því að hann
sér hana ekki. Þess vegna heldur hann, að lokræsið
dragi sig til sín. Setjum nú svo, að fiskurinn sé
hneigður til vísinda, og getur þá svo farið, að hann
komi fram með kenning í þá átt, að lokræsið dragi