Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 45
43
lega löguð klettasnös. Hallmundarhraun cr flatt
helluhraun, mishæðalaust svo langt sem sést, gróður
er þar fremur litill, mest mosi og. krækiberjalyng í
lægðum. Það er ekki svo gott fyrir ókunnuga að
finna Surtshellir, því þar sem op hans cr, eru lítil
missmíði á hrauninu, en þar eru vörður. Eggert
Olafsson hefir alira manna bezt lýst Surtshellir og
iiefir mælt hann, segir hann lengdina 839 faðma,
hæðina 35 fet og breiddina 50 íet1; eg ætlaði mér
að eins að sjá aðalmyndun hellisins og fór þvi að
eins fljótlega um ytri hluta hans. Kringum liellir-
inn er helluhraun með nokkrum hraunblöðrum og
sumstaðar hafa dálitlar ræmur sígið nokkuð. Þar
sem gengið er niður í hellirinn er stór ketilmynduð
gjá er hraunskánin hefur fallið niður og gengur hell-
irinn úr henni inn undir hraunskánina. Þakið er
samsett úr stuttum liraunsúlum og hefir mikið stór-
grýti þar fallið niður svo urð er á botninum slæm
yfirferðar. Hellirinn hefir upprunalega verið pípa í
hrauninu er eldleðjan hefir runnið eptir þegar efsta
skánin var storknuð; sjást á veggjunum enn þá för
og rákir eptir hraunrennslið og miðbik veggjanna er
eins og gljáandi steypa með smákörtum og nöbb-
um, en liinn neðsti hluti þeirra er samsettur afþunn-
um hraunlögum. Fremst í hellirnum er nokkur
skíma um stund frá innganginum og brátt fer að
lýsa aptur úr næsta niðurfalli, þar hefir hellisloptið
á 10—15 faðma svæði fallið niður, en veggirnir við
þetta op eru þó svo brattir að hvorki er þar liægt
að komast upp eða ofan, þar er sagt að Hellismenn
1) Þeir sem vilja sjá nákvæma lýsingu af Surtshellir
geta lesið hana í ferðahók Eggerts og Bjarna hls. 238—53 og
í landlýsingu Kr. Kðlunds I. hls. 339—343.