Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 127
125
vilji bilast fyrst og töluvert fyr en vöðvarnir verða
fyrir sömu áhrifum.
Þegar vínandinn kemur til magans, sogast hann
örskjótt ut í blöðið og þýtur með því óðara út um
gjörvaUan líkamann; en sá partur líkamans, sem
einkum tekur við þessum eituranda, eru mænurnar
(taugarnar). Þettá mætti virðast undarlegt, að vín-
andinn skuli sérstaklega verka á mænukerfið, frem-
ur en alla aðra líkamans parta, sem hann þó eins
leikur um; en til eru allmörg önnur efni, sem sama
eðli hafa, að leita helzt og niest á mænuna. Læknar
kalla þess konar efni narkótisk meðul, og eru þau
mjög viðhöfð við lækningar, en á mismunandi liátt
verka þau á mænurnar, t. d. stryJcnin-efnið (verkar)
einkum á hryggmænuna, en allcóhólið á heilann.
Mjög tijótt eptir að vínandinn er kominn í blóð-
ið verður sú breyting, að hann brennur upp og
hverfur úr líkamanum í breyttri mynd. Sumt fer
gegnum nýrun, sumt gegnum húð og hörund eða
lungun; má vera að einhver lítill hluti liverfi ó-
brunninn gegnum lungu og nýru, ef' mjög mikið liefir
verið drukkið.
Taki menn eptir drykkjumönnum, verða menn
þess varir, að þeir líta öðruvisi út en reglumenn.
Optast eru þeir búlduleitir; andlitið óslétt sökum fitu
einkum um kinnarnar, optlega um nef og varir;
maginn stendur út og fita utan á búknum, en út-
limir þó rýrir; andlitsliturinn dimmur, augun óhrein,
og óþefur af andardrættinum, sem kemur af spill-
ing í slímhimnum munns, koks og maga. Aðrir
verða magrir af ofdrykkju, sem þá kemur af því,
að meltingin spillist og fæðan verður ekki líkaman-
um að notum. Allt, þetta sýnir, að stöðugur drykkju-