Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 70
68
hundar stórir sem kálfar og nokkrir blámenn, liest-
um ofbauð svo þessi sjón að þeir snéru aptur og
réru hið hvatasta til lands; um sama leyti réru tveir
bátar frá skipinu til lands, og voru allir skipverjar
vopnaðir, hver hafði sína byssu, landsmenn sóttu nú
sína byssuhólka þeir er áttu og bjuggust til varnar,
en skipverjar gengu frarn með byssu í annari hendi
og brauðkörfu í hinni og sýndu Jöklurum brauðið,
sáu þeir þá að útlendingar fóru með friði. Þetta
voru enskir hvalveiðamenn, sem vildu fá sér vatn1.
Nokkru seinna varð þó meiri ófriður hjá nesinu; 5.
ágúst 1794 var Plum á ferð frá Kaupmannahöfn til
Olafsvíkur og hrepptu þcir þoku fyrir Faxafióa,
heyrðu þeir þá dunur og dynki í þokunni og sigldu
síðan fram hjá skipsfiekum mörgum og ýmsu rusli
er fiaut á sjðnum. Næsta dag kom hollenzk fiski-
dugga drifandi inn á Grundarfjörö, höfðu franskir
víkingar rænt hana ;5 mílur fyrir vestan Jökulinn;
tóku vikingarnir frá þeim öll segl, akkeri og akker-
isfestar, öll eldhúsgögn, allar vistir nerna 3 brauð-
tunnur, vín, öl, brennivín og vatn og allt sem iiá-
setar áttu, nema fötin sem þeir stóðu í; síðan skildu
þeir þá eptir í duggunni og færðu til þeirra auk þess
skipshafnir af 5 öðrum hollenzkum fiskiduggum sem
þeir höfðu tekið á dögunum 29. júlí til 4. ágúst vest-
an við Fuglasker, hinar skúturnar brenndu þeir
sumar en skutu sumar í kaf. A þessari seglalausu
duggu voru því 70 manns og 3 brauðtunnur þegar
hún kom inn á Grundarfjörð. Þessum mönnum, sem
Frakkar höfðu farið svo þrælslega með, hjúkruðu
Snæfellingar af bezta megni, af fátækt sinni, gáfu
þeir þeim matvæli og allt er þeir gátu við sig losað
1) J. S. Pliim : Reiseiagttagelser bls. 47—49.