Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 116
114
liellur, líparítbreccia og' biksteinn, en basalt liggur
ofan á. Heiðin er lág, IHO fet yfir sjó, þar sem hæst
er á veginum; ríður maður fyrst yfir Hallargil, svo
um smáhálsa og klappaholt uns kemur í Laxárdal
á Skógarströnd, svo upp hlíð hans alllengi, því næst
yfir hann og upp á aðalfjallið. Þar efra eru ein-
tómir blágrýtishjallar og smáfell með gróðri á milli
og mýrarsundum, þar eru víða tjarnir og stórir
vatnspollar, útsjón höfðum við litla sökum þoku og
smáskúra, þó sáum við Hest og Skyrtunnur og
stundum gryllti í Hörðudalsfjöll á vinstri hönd.
Heiðin er nokkurn veginn slétt að ofan, en þegar
niður dregur að sunnan, þá taka við sömu hjall-
arnir og renna þar niður lækir 1 djúpum giljum,
renna þeir til Iíaffjarðarár og eru allháir fossar
í sumum. Síðan riðum við niður hjá Höfða
og að Rauðamel, þar var eg tvær nætur og skoðaði
hraun og landslagið 1 kring. Rauðimelur stendur
undir hárri liraunrönd og eru mýrar fyrir neðan,
liraunið hefir runnið frá hárri eldborg sem er spöl-
korn frá bænum upp í lirauninu; útundan liraun-
röndinni gengur Gerðuberg, sem fyrr hefir verið get-
ið og sýnist hraunröndin meðfram líklega svo há af
því, að hraunið hefir þar runnið fram af lágum hömr-
um, sem nú eru undir því og sjást ekki. 6. sept-
ember gekk eg upp á eldkúluna hjá Rauðamel, hún
er 405 fet á hæð yfir hraunið í kring, hún er öll
byggð úr rauðu gjalli; hraunið í kring er mjög liátt
og sprungið og á því gjallnabbar óteljandi, svo
hraunið sýnist ofan af kúlunni eins og þýft tún, en
liroðalegar sprungur eru allstaðar rnilli þessara smá-
hóla. Eldgígur þessi er opinn til austurs og er um-
mál hans að ofan líklega 4—500 álnir, tveir oddar
eða þúfur eru efst á gígröndinni og er hin nyrðri