Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 100
98
þrek til að »komast úr kútnum«. Það hefir verið
allt of lítið um duglega menii, sem hafa getað verið
leiðtogar lýðsins, lýðurinn hefir lotið misjöfnum kaup-
/ac, mönnum og misjöfnum þjónum þeirra.^ Eina ráðið
' íæ. verður, að ala upp nýja kynslóð og það er ekkihægt,
^^^, öðruvísi en með skólum og duglegum kennurum, sem
láta sér annt um að lækna hugsunarháttinn og henda
börnunum á veginn til þess að lijálpa sér sjálfum.
Þetta hafa góðir menn sóð og hafa með miklum erf-
iðismunum reynt að komaupp skólum; einn er þeg-
ar kominn í Olafsvík og annan er verið að reisa á
Sandi. Eiga þeir menn, sem að því styðja, miklar
þakkir skilið, og óskandi væri, að fyrirtæki þeirra
blessuðust sem bezt.
Hinn 22. ágúst fórum við frá Búðum að Stað-
arstað. Búðir standa í hraunröndinni við sjóinn, þar
gengur lítil vík inn og ós fyrir innan, slétt sandrif
er milli óss og sjóar, gult af skeljasandi, hann helzt
hér allstaðar með sjónum og alla leið inn að Mýrum.
Fjöllin hér inn með eru óslitin samanhangandi hlíð
með smáskörðum niður í brúnirnar, en fyrir neðan
eru grasgefnir mýrarflákar og hinar bcztu slægjur
Efni fjallanna er mest basalt, þó er dálítið af mó-
bergi hér og hvar ofan á. Mælifell er sandkennt
fell uppi á brúnum þar sem Fróðárheiðarvegurinn
kemur niður, það sýnist vera gamall eldgígur. Frá
Búðum fórum við inn fyrir ósana og svo um stund
bezta veg fram með sjónum, við fórum mcðals ann-
ars fram hjá litlu ölkeldugati undir smáþúfu í mýri
og riðumsvo upp að Bláfelldarhrauni, það hefirfallið
í stórum í'oss niður af fjallsröndinni, sem er öll úr
basalti og um 1500 fet á hæð; brúnin hefir sprungíð
í sundur og heflr þar myndazt stór hraungjá og vest-
an við hana sýnist vera dálítill eldgígur. Rétt aust-