Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 103
101
blágrýti, hamarinn á brúninni er að nokkru leyti
klofinn frá aðalfjallinu. Stór »breccíu«-björg og
miklar skriður hafa fallið niður úr hamrinum. Frá
Elliða fórum við sem leið liggur inn með fjallinu og
svo upp á heiðarveginn hjá Djúpagili, þar gengur
Lágafellsháls eins og rani út á sléttlendið og er í
lionmn blágrýti, en hið efra uppi á fjallinu er tölu-
vert af dóleríti og er það sumstaðar með stuðlum.
Útsjónin er góð af fjallinu suður vfir Borgarfjörð og
Mýrar og til tindanna á fjallgarðinum, eru sumir
hinir næstu mjög háir, t. d. Elliðatindur, en þoka
huldi þá að miklu leyti. Héðan sést lílca liið svo-
kallaða Miðhraun, dálítil hraunspilda, sem fallið liefir
niður á láglendið og hefir upptök sín einhverstaðar
nálægt Ljósufjöllum. Síðan riðum við upp dalinn
fram með Straumfjarðará, svo utan í hlíðum austan
við hann og þvínæst yfir liáan fjallshrvgg niður í
hið eiginlega Kerlingarskarð. Efst á dalnum skilst
Vatnsheiðarvegurinn frá og gengur upp að Baulár-
vatni, það er töluvert, kringlótt vatn á heiðinni og
í því mikil silungsveiði, þar var áður býli, sem nú
er í eyði. Hraunsfjarðarvatn (eða Hornsvatn) er
vestar, það er stærra og kvað vera 30 faðma djupt;
í því er líka silungur; þar er hvass tindur úr mó-
bergi, sem heitir Horn og í honum sprunga
mikil niður í vatnið með steinboga yflr. Við Baul-
árvatn byrjar móbergið aptur og er það aðalberg-
tegund í fjöllum á þessu svæði á norðurjaðri fjall-
garðsins. I hryggnum vestan við Kerlingarskarð er
basalt og eru þar efst 1033 fet yfir sjó glöggar ísrák-
ir, sem hafa stefnuna S 5° A. Nú var gott veður og
bjart þegar við fórum um skarðið og var g'óð útsjón
yíii' undirlendið og eyjarnar á Breiðafirði. Hæð
skarðsins er 956 fet yfir sjó við dysin. Móbergið í