Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 118
11G
íjallinu; bak við fellið, sem er norðvestur af Rauða-
mel, kvað vera eldgígir með nokkru liráuni í kring',
töluvert hærra en Hnappadalshraunin og er kvislin
líklega runnin þaðan. Fyrir ísöldina hafa verið
eldsumbrot i Hnappadal, því hér og hvar sjást leif-
ar af ísnúnum doleríthraunum; Gerðuberg er dólerít-
hraun og er ofan í það stór skál, ef til vill gamall
gígur; upp af Höfða er líka langt holt af ísnúnu
doleríti. Hér og livar koma upp úr jarðvegi lítil-
íjörlegar móbergs- og móhellumyndanir, úr þesskonar
grjóti er dálítið fell milli Höfða og Rauðamels; og
smá hnúðar í mýrinni fyrir neðan Rauðamel.
Næsta dag fór eg frá Rauðamel að Brúarfossi,
ætlaði eg um leið að skoða Eldborg, en sökum rign-
ingar og þoku var það ekki hægt; annars liafa þeir
Eggert Olafsson og Henderson lýst Eldborg vel.
Eptir sögunni, sem stendur í Landnámu, á Eldborg
að hafa gosið og hraunið myndazt um miðja 10. öld,
Sel-Þórir bjó á Rauðamel ytra, »þá var Þórir gamall
ok blindr, er hann kom út síð um kvöld, og sá at
maðr reyri utan í Kaldárós á járnnökkva, mikill
ok illiligr, oggekk þar upp til bæjarþess er í Hripi
hét, ok gróf þar í stöðulshliði; en um nóttina kom
þar upp jarðeldr, ok brann þá Borgarhraun; þar var
bærinn, sem nú er borgirn.1 Eggert Olafsson mæidi
Eldborg og segir að þvermál opsins sé 639 fet, þar
sem það er víðast; eldgígurinn er ekki alveg kring-
lóttur, en nokkuð spöröskjulagaður (frá NA til SY);
gígurinn er 169 feta djúpur.2 Eldborg er einstak-
lega reglulegur og fagur gígur, ber mikið á henni
1) Landmána II. cap. 5, Isl.sög. I. bls. 78. sbr. bls. 57.
2) Reise gennem Island I. bls. 3G3, sbr. E. Henderson:
Iceland or the journal of a residence in that island. Vol. II.
bls. 27—29.