Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 73
71
en heflr síazt í gegríúm hraunin, svo vatnið hefir
oröiö tært. Beggjamegin við Sleggjubeinu, sem
rennur til sævar í djúpri hvilft fyrir austan Sölva-
hamar, eru miklar móhellumyndanir og lábarið grjót .
um 100 fet yflr sjó. Sölvahamar er hæstur á berg-
inu, i honum er líka móberg og móhella, fram af
honum rennur Sandalækur, jökulliturinn sést vel á
sjónum fyrir neðan og berst jökulvatnið fljótt vestur
með og sýnir það að hér er sterkur straumur í sjón-
um vestur með nesinu. Undan Hnausahrauni koma
fram hér og hvar á berginu hellur af miklu eldra
hrauni, sem er ísnúið og hen'r því auðsjáanlega
runnið fyrir ísöldina. Út af þessum hraunum tak-
markar Stapafell útsjónina, það er inóbergsfell með
tindum og skörðóttri brún og gengur einstakt þvers
út úr fjallgarðinum, beggja megin við fellið hafa
hraun fossað niður hlíðarnar, er Stapahraun austan
við fellið en Hellnahraun að vesfaní Við riðum fram
hjá Stapa og svo út að Hellnum. Á Stapa er fiski-
þorp líkt fiskiþorpum annarsstaðar undir Jökli eða
sumstaðar á Reykjanesskaga, þar er stór grænn
blettur við sjóinn með fjölda mörgum þúfuþyrping-
um að sjá tilsýndar, græni bletturinn er túnin, þúf-
urnar eru kofar íbúanna; slík flsMþorp eru undir
Jökli kölluð »pláss«. í þetta sinn skoðaði eg ekki
Stapa en kom þar seinna. Hellnahraun er eins úfið
eins og Stapahraun, nær það alveg út i sjó og hefir
brimið víða brotið skörð og geilar upp í röndina.
Hellnapláss er svipað Stapaplássi að útliti; eg settist
að í Skjaldatröð og var þar tvær nætur á undan og
eptir að eg fór kringum Jökulinn.
A Hellnum standa bæirnir fiestir nokkuð hátt
frá sjó og er bratt niður að fjörunni, þar heitir Vala-
vik sem lendingin er beint fyrir neðan Skjaldatröð;