Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 84
82
að þúfunum, þær eru 3, allar jafnháar, hérumbil 50
faðma 'háar, ein snýr til austurs, önnur til vesturs,
þriðja til norðurs; þúfurnar eru mjög' brattar, þó gátu
þeir loks koihizt upp á austustu þúfuna með því að
höggva spor í ísinn með broddstöfum. Þó sólskin
væri og gott veður þá ætluðu þeir varla að þola
við fyrir kulda; áttavitinn var alveg ringlaður. Þúf-
urnar breyta dálítið lögun sinni árlega eptir því hve
mikið snjöár, austasta þúfan var að ofan ekki nema
16—18 fet á breidd; hin nyrzta var aflöng með
hvössum hrygg, hin vestasta var stærst og keilu-
mynduð. Jökullinn er brattastúr að sunnan og þar
voru ótal stórar jökulsprungur upp og niður, að
vestan sáu þeir engar, en að norðan var stóreflis
sprunga, sem náði yfír þriðjung fjailsins, hún var
kolgræn og svo djúp að eigi sá í botn, þar fyrir
neðan voru margar aðrar sprungur þvert og endi-
langt. Yfirborð snævarins var mjög einkennilegt
efst á jöklinum, þar voru eins og hreisturplötur á
snjónum þa alin á lengd og á breidd og 1—l1/*
þumlungur á þykkt. Útsjónin var hin bezta, þaðan
sást um allt suðurland, Hekla, Eyjafjallajökull, jökl-
arnir uppi á hálendinu, Fuglasker, Breiðifjörður allur
og Vestfirðir. A heitum sumrum koma grjóthryggir
liér og hvar upp úr jökulísnum og er í þeim brunnið
grjót; jökullinn er auðsjáánlega eldfjall, sem hefir
gosið stórkostlega. Meðan þeir voru á jökulþúfunni,
fór að draga yfir þá þoku, en ekki varð hún
mikil, svo þeir komust brátt niður úr henni og niður
að Geldingafelli; þeir Eggert komu aptur til byggða
kl. 12 um hádegi höfðu farið á stað kl. 1 um nótt-
ína. Þann sama dag mældu þeir hæð fjallsins og
fannst hún vera 6862 fet, en það er allt of mikið,