Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 46
44
hafi rekið féð niður, sem þeir tóku. Fyrir innan
þessa gjá kemur aðalhellirinn og er hanli bæði víð-
ur og hár (20—30-álnir undir lopt). Þar er á miðj-
um veggnum er hraunþrep og hefir það líklega mynd-
azt svo þegar hraunrennslið eptir hellirnum var far-
ið að minnka að nokkuð af yfirborði seinasta hraun-
fióðsins hefir storknað og orðið fast við veggina, á
stallinum eru margar hraunbylgjur, sem sýna að
þar hefir einu sinni verið yfirborð á hrauni. Ef
gengið er eptir stallinum inn af gjánni kemur mað-
ur í fyrsta afhellirinn, þar er f'rosin tjörn í honum
framan til, en innfrá er hrúga af sauðabeuium.
Nokkru innar í aðalhellirnum vinstra megin eru tvö
hellisop hátt uppi i veggnum og er ekki hægt að
komast þar upp iieraa á eimun stað, þessi op sam-
einast fyrir innan hraunsúluna, sem er á milli þeirra
og verða að einum afhellir, dálitið inn í þessum af-
hellir er afiangur hringur af steinum og op á hon-
um utan og innan, þar halda menn að Hellismenn
hafl sofið, enda heflr smár sandur verið borinn þar
á gólfið, í þessum hellir er lika beinahrúga. Menn
halda að hér hafi verið vígið sem nefnt er í Stuii-
ungu, þar sem Úrækja var meiddur. Ef gengið er
eptir aðalhellinum fer enn eptir nokkra stund að
koma skíma, því þar er önnur gjáin og er hún jafn
þverhnýpt sem hin fyrri. Þar fyrir innan er hellir-
inn um stund þröngur og mjór, svo víkkar hann
aptur og er þar fyrir innan frosin tjörn og svo kem-
ur þriðja gjáin, þar má komast upp og niður. Þar
fyrir innan er innsti hluti hellisins. Þar er mjótt og
koldimmt og víðast mikill halli niður á við, þar er
ís á gólfinu og sumstaðar háar ískeilur og stórkost-
legir ísklakkar og er þar sumstaðar mjög fagurt og
einkennilegt. Hellirinn er nú orðinn mjög þröngur