Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 108
106
alllang't inn í fjöllin og eru einkennilega löguð fjöll
á brúnunum, Ilestui', í laginu eins og" gamaldags
stafnahnakkur, og Skyrtunnur, strýtumyndaðar, hin
vestari hærri. Niður í dalbotninum hetir runnið
hraun, það er mjög gróið upp hið neðra, svo það
skiptist í 3 kafla af grasflötum. Fjöllin hér í kring
eru úr blágrýti. í dalmynninu eru klappaholt, mela-
holt og hjallar með Langadalsá. Litlu austar er
Litli- Langidalur, hann er grynnri og fláir út til
beggja hliða, upp úr honum liggur vegur suður að
Bauðamel, þar heita Flatir fyrir austan Hest; fjöllin
bak við dalinn eru lág, flatvaxnar heiðar. Síðan
fórum við yflr Setsbergsháls; af honum er góð út-
sjón yfir minnið á Hvammsfirði. Hvammsfjörður
lokast nærri því af ótölulegum eyjagrúa, þar er
Brokey stærst, allar ern eyjarnar fremur láglendar
og flatvaxnar, en eru þó byggðar úr blágrýtis-klöpp-
um. Milli eyjanna eru örmjó krókótt sund og eru
í þeim mjög harðii straumar, svo varla er um þau
fært stundum. Nálægt norðurlandinu eru hin einu
sund, sem fær eru hafskipum, Röst og Irskaleið. Tnn
með Skógarströndinni eru eintóm klappaliolt úr bas-
alti og smá fell, þegar dregur inn undir Breiðabóis-
stað er víðast hvar skógarkjarr á holtunum og mel-
unum og mýrasund á milli, skógurinn nær all-langt
inn eptir. Á melunum fram með Kláfelli er víða
lábarið grjót og hefir sjór líklega fyrrum náð þar
uppundir. Þegar skógunum hættir eru sömu holtin,
fellin og mýrarsundin og er land fremur ljótt og
sviþlítið. Upp af Skógarströndinni taka við jafn-
hallandi heiðar upp að Rauðamelsheiði og er fjall-
garðurinn þar mjög lágur. Þegar innar dregur
verða fyrir manni ýmsar smá ár, sem hafa grafið
sér djúp gil í blágrýtið. Hjá Emmubergi skoðaðieg