Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 66
64
og fylgdarmaður hans lamdist svo af grjótflugi, að
hann lá lengi dauðvona, en náði sér þó 'aptur. Milli
laga í berginu streymir vatnið víða fram í stórum
bunum; líklega síast vatn alla leið frá jöklinum gegn
um hin lausu og linu jarðlög. Dálítil vatnsspræna
nálægt Olafsvík er kölluð Gvendarbrunnur. Fyrir
utan Ennið er land slétt að heita má, að eins lágir
holtahryggir hér og hvar. Riðum við fyrst san'd og
möl, svo yfir Laxá; í henni er allhár foss, þar sem
hún fellur niður af undir hlíðum þeim, sem ganga
undan jöklinum; siðan yflr Hólmkelu; það er jókulá
með jökullit; hún er mjó, en þó töluvert vatn í henni.
Þar næst komum við að Ingjaldshóli og vorum þar
við messu. Ingjaldshóll stendur, eins og nafnið ber
með sér, á háum hól og er þaðan töluvert víðsýni.
Hóllinn er partur af hæðaröð, sem gengur allt út í
Eif, og eru hæðir þessar úr dóleríti og ísnúuar; þær
eru leifar af hrauni, sem runnið hefir fyrir ísölclina;
víða eru þar stór ísborin björg (Grettistök), t. d.
Hcttusteinn, sem sagt er að tröllskessa hafi kastað;
átti hann að lenda á kirkjunni á Ingjaldshóli. Á
Ingjaldslióli er stór kirkja, löng og fremur lagleg,
þó hún sje með nokkuð gömlu lagi. Árið 1694 fauk
kirkjan á Ingjaidshóli i miklum stormi, en af því
hún ekki átti neinn sjóð, vilclu menn að hún væri
byggð upp á kostnað annara Idrkna í landinu. Varð
út úr þessu töluvért þras, og ekki var byrjað að
byggja kirkjuna 1701; þá >kipaði Jón biskup Vída-
lín prestinum að láta sóknarfólkið byggja kirkjugarð-
inn, sem var fallinn, en sóknarmenn neituðu og komu
ekki á fundinn, er prestur hafði boðað, og vildi Frið-
rik IV. láta hegna sóknarmönnum fyrirþetta. Sýnir
þetta eins og margt annað, að kirkjulifið heflr í þá
daga ekki verið á háu stigi. Fyrrum voru kirkjur