Andvari - 01.01.1912, Page 7
Einar Asmundsson
uniboðsmaður í Nesi, sem nú er dáinn fyrir 19 ár-
um, var svo gagnmerkur maður á sinni tíð, að það
verður að viðurkennast, að dregizt hefir leingur
en skyldi að minnast hans í Andvara. Drætti þess-
um fylgir og sá annmarki, að nú er örðugra að rita
um hann á ýmsan liátt til nokkurrar hlítar heldur
enn ef það hefði verið gert skömmu eptir lát hans;
niargir dánir, sem þektu hann hezt og vildu halda
minningu lians á lopti, og hinir af þeim nú ekki
viðlátnir, sem líklegastir liefðu verið til þess að
rita um liann ánægjanlega. Hér verður því að eins
ágrip eitt í boði af vanefnum gert. En sú er bót í
máli, að niðjar hans ýmsir munu hafa í liyggju að
safna til ýtarlegrar æíisögu hans, er þeir ætia sér
síðan að gefa út seinna meir.
Einar Asmundsson er fæddur á Vöglum i Fnjóska-
dal 20. Júní 1828. Þar bjuggu þá foreldrar lians,
Asmundur Gislason og Guðrún Björnsdóltir, dótlir
hins nafnkunna og mikilhæfa manns Björns umboðs-
manns í Lundi (d. 1845) Jónssonar, bróður Ivristj-
áns á lllugastöðum, föður þeirra Kristjánssona, Kristj-
áns amtmanns og bræðra hans. Ásmundur faðir
Einars fluttist síðast að Þverá, og varð maður gam-
all; var hann fæddur 19. Apríl 1800, og andaðist
Andvnrl XXXVII. a