Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 193
um réttindi landsins?
155
maður annar en konungur sjálfur hefir eptir sáttmálanum
neitt yfir íslandi að segja. Það má jafnvel segja, að Norð-
menn séu afskiptir í þessum sáttmála gagnvart íslendingum,
sem fá ýms ný hlunnindi í Noregi, en Norðmenn eingin á
íslandi. Annars eru íslendingar og Norðmenn hvorir öðrum
óháðir, og hafa ekkert annað sameiginlegt en konunginn.
Sambandið milli landanna er hreint persónusam-
b a n d.«‘)
Harðara hefir einginn að orði kveðið um ríkisréttindi
landsins eptir Gamla-sáttmála en herra Björn Olsen í þessu
riti sínu.
En þegar uppkastið var orðið heyrinkunnugt og menn
tók að greina á um það, og mörgum þóttu ekki í því felast
þau réttindi, sem landið ætti heimtingu á eptir sáttmálanum,
sneri þessi sami vísindamaður, þegar 1 stað blaðinu við.
Skrifar hann þá í blaðið Reykjavlk sumarið 1908 (IX. ár 31.
tölubl.), og segist nú eiga »bágt með að skilja alt það gum og
oflof, sera nú er borið af sumum mönnum á Gamla-sáttmála«.
Ekki hefir nokkur maður nokkurn tíma borið meira »gum«
á Gamla-sáttmála en Björn M. Olsen gerði 1 ofantilfærðum
kafla úr Andvara ritgerð hans, sem hann skrifaði nálægt tveim
mánuðum áður en Reykjavíkurgreinina. Nærri má því geta,
hvílík ráðgáta prófessor Björn M. Olsen í A n d v a r a hefir
verið orðinn prófessor Birni M. Ólsen í Reykjavík.
í sömu Reykjavíkurgrein kemst sami dr. Björn M. Ólsen
þannig að orði: »Þess er gætt (o: í Gamla-sáttmála), að hafa
þau orð, er ákveða réttarstöðu landsins, sem óljósust og óá-
kveðnust«. En í tilfærðum orðum hans úr Andvara-ritgerð-
inni er svo fjarri því, að honum þyki sáttmálinn óljós eða ó-
ákveðinn, að hann segir, að öll niðurstaða sín þar, um
»hreint persónusamband« milli Noregs og íslands,
»1 i g g i í a u g u m u p p i«.
í sömu Reykjavíkurgrein segir sami vísindamaður, að
við eigum ekki að byggja rétt okkar á „gömlum og mygluð-
um" skjölum eins og Gamla-sáttmála. Þó hafði hann sjálfur,
í optnefndri Andvara-ritgerð (bls. 68) ennfremur sagt, að rétt-
indi Jandsmanna hafi nokkurn veginn verið trygð með
1) Leturbreyting B. M. Ó. sjálfs.