Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 109
hér á landi.
71
lagðir, engum samningum komið á, ekkert gert fyrir
atvinnuvegina, ekkert fyrir mentun alþj'ðunnar, annað
en það sem hún gerði sjálf óstudd, yfirleitt ekkert
unnið af því tiltölulega stórkostlega framfaraverki,
sem við höfum verið að vinna síðan 1875. Það er að
nokkuru leyti tilslökun Jóns Sigurðssonar að þakka, að
við fengum stjórnarskrána 1874 og þar með fjárfor-
ræðið, og það er svo mikilsvert, að það fáum við aldrei
l'ullþakkað. Það er óbeinlínis J. S. að þakka, að við
liöfum nú lengið innlenda stjórn og þingræði — að
við með öðrum orðum höfum komist í það vígi, sem
gerir okkur hugsanlegar meiri sigurvinningar, ef við
notum það, að við höfum komið svo ár okkar fyrir
horð, að við getum margfall betur en áður gengið
eftir þeim rétti, sem J. S. barðist upphafiega fyrir, en
varð að lokum að láta bíða betri tíma, þeim rétti, að
vera »frjálst sambandslandö eða »frjálst og sjálfstælt
ríki«, eins og alt Alþingi 1909 samþykti.
En það er fölsun á sögu vorri, að J. S. hafi
aldrei látið undan, aldrei vikið, alt af haldið hinu
sama fram. Og eftir að tilslökunin er komin, verða
hugmyndirnar um sambandið milli íslands og Dan-
merkur eðlilega langtum óljósari og grautarlegri. Þá
þroskast liugmyndin um þetta »veldissamband«, sem
dr. V. G. nel'nir svo og finst svo ágælt, eitthvert það
óljósasta og kynlegasl hugtak, sem komið hefir upp
í lieila mannanna. Það er ekki innlimun, og ekki
nj'lendusamband, og ekki málefnasamband, og enn
síður persónusamband, yfirleitt ekki neitt ríkjasam-
band. Það er auðvelt að segja, hvað það er elclci,
en torveldara að segja hvað það er. íslandi er eftir
því ætlað að vera »sérstakur ríkishluti«. En úr
hvaða ríki á það að vera hluti? Ekki úr Danmerk-