Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 31
Einar Ásmundsson.
XXV
Eenedikt Gröndal sagði á einliverjum stað líktþessu:
»Hver kendi Snorra Sturlusyni íslenzku, og hver
kendi hana Einari i Nesi«. En hitt var það, að Einar
ólst upp í sveit og bjó þar alla tíð, og skrifaði því
málið hreint og ómeingað og laust við alt lærdóms
barsmíði.
Eingum efa er það bundið, að tungumálin lágu
Einari næst. Þá munu landsmálin koma, en þó eink-
um: tjármál, atvinnumál, samgaungumál og félags-
mál. Stærðfræði og landafræði voru og lians upp-
áliald, og kendi Einar hinum fyrstu hákarlaformönn-
um við Iiyjafjörð sjómannafræði, og í sögu var hann
mjög víðlesinn. Og yfirleitt mun hann hafa kynt sér
frumatriðin i ílestum fræðigreinum.
Vel var Einar kunnugur öllum vorum fremri
skáldum; einkum heyrði eg hann hafa yíir erindi,
eða grípa til hendinga eptir þá Egil, Bjarna, Jónas
og Steingrím.
Vanalega las Einar bækur hægt og athugult.
Hafði hann þá opl smá skrifbækur og skrifaði inn í
þær ýmsar atliugasemdir. Sýndi hann mér sumt af
þeim athugasemdum, og skýrði fyrir mér atriði bók-
arinnar, þar sem þess þurfti við. Hann átti víst tals-
vert safn af þessum atliugasemdabókum, en hræddur
er eg um, að þær hali brunnið ásamt mestöllum
skjölum og handritum hans, og er eigi auðvelt að
meta þann skaða, því að einginn þekkir inn á hann.
Búhöldur var Einar góður, enda var honum sýnt
um öll fjármál. Lét hann sér og ant um alla sveitar-
stjórn, og var þar frömuður ýmsra gagnlegra umbóta.
Hann var mjög hagsýnn og hafði næma sjón fyrir
því, er betur mátti fara. Var því myndarsvipur ytir
ráði hans. Sagt var, að Einar hefði stjórnað búi