Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 191
t
Hvernig skrifa sumir Islendingar
um réttindi landsins?
Hér að framan og í fyrri árum þessa tímarits hefir verið
nokkuð vikið að því, hversu varið sé ritum prófessors dr.
Knuds Berlins um réttindi íslands, og sýnt tram á það, hversu
hann reynir að gera sem minst úr því á allan hátt, hvern rétt
það eigi að lögum. Blöð landsins hafa og margfaldlega tekið
oían í Berlin fyrir hlutdrægni hans oss til handa í ritum sín-
um. A hitt hefir hinsvegar ekki verið nógsamlega bent, og
því síður hefir það verið viðurkent eins og það á skilið, hvern-
ig sumir Islendingar hafa ritað um ríkisréttindi vor, og er það
þó ekki síður áríðandi að gera sér það ljóst, og ekki síður
skylt að vanda um við þá en útlenda menn, ef þess er þörf.
Það vill nú svo til, að einn af þeim hérlendum mönnum, sem
fundið hefir hvöt hjá sér til að rita um þetta mál, hefir ein-
mitt gert það í (33. og 34. ári) A n d v a r a, sem þá var undir
annari stjórn en nú. Þykir þvl einnig rétt í Andvara að benda
mönnum á frammistöðu hans í aðalefninu, og fer þá hér á
eptir sýnishorn af skarpleik, vitfestu og skoðanavissu þessa
manns. Þó að þeir sé fieiri hérlandsmanna, sem tvenn hafa
verið veðrin í, lætur Andvari sér það óviðkomandi.
Árin 1906 og 1907 var, eins og kunnugt er, stofnað til
hinnar mestu vináttu milli Islendinga og Dana. Blíðskapurinn
hófst með því, að veturinn 1906 var Alþingi íslendinga í heild
sinni boðið til Danmerkur, og þágu þingmenn því nær allir
heimboðið, enda þótt sum blöð, svo sem ísafold, tæki lftt á