Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 112
74
Jarlstjórn
dikts Sveinssonar minnast einu orði á það, livernig
stöðu jarlsins eða landstjórans eigi að vera háttað
andspænis Dönum. Það eitt er í mínum augum næg
sönnun þess, hve óljóst mönnum var sambandið við
Danmörku — þetta »veldissamband«, sem dr. V. G.
nefnir svo.
A þingi 1889 var reynt að gera þetla samband
ljósara með stjórnarskrárfrumvarpi, sem ekki varð
útrætt á þinginu. Menn fundu, að sambandið var að
töluverðu leyti í lausu lofti, eins og menn voru að
reyna að koma því fyrir, og að Danir höfðu nokkuð
til síns máls, þar sem þeir héldu því fram, að kröf-
urnar samræmdust ekki sem bezt því ákvæði, að
ísland sé óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. En sá
ljóður var á þeirri tilraun, að rnenn fjarlægðust rík-
isréttinda-kröfuna miklu meira en gert hafði verið í
frumvörpunum frá Jóns Sig. tíð, og eins í frumvarp-
inu, sem samþykt hafði verið tvisvar undir forystu
B. Sv. Jarl vildi þingið hafa, og ekkert var ákveðið
um stöðu hans andspænis Danmörku. IJar á móti
var það ákvæði setl inn, að þætti kouungi þau lög,
er jarl (eða landstjóri) hefði staðfest, viðsjárverð,
sakir sambands Islands við Danmörk, þá gæti hann
með undirskrift og ábyrgð ráðherra Islands, sem átli
að vera í Khöfn, ónýtt staðfesting jarlsins á þeim
lögum, ef hann gerði það innan árs, frá því er lögin
hefðu verið löglega birt á íslandi. Þetta var sniðið
eftir brezku nýlendu-fyrirkomulagi. Og landsmenn
höfnuðu því. Eg furða mig ekki á því. Á hinu
furðar mig meira, að Danir skyldu ekki hreyfa minsta
fingur til þess að styðja þessa hreyfingu, enda eru
þeir nú farnir að furða sig á því sjálfir.
Það væri sj’nd að segja, að Danir hafi að jafn-