Andvari - 01.01.1912, Page 69
í íslenzkum málum.
31
hæstaréttar eða ekld. Þetta á fullkomlega við um
áfrýjanda (aðaláfrýjanda). Hann ræður sjálfur gerð-
um sínum að þessu leyti. Öðru máli er að skifta
um þann aðilja, sem ekki áfrýjar af sinni hálfu eða
neyðist til þess að áfrýja, úr því að andstæðingur
hans sættir sig ekki við úrslit málsins í landsyfir-
dómi (gagnáfiýjun). Honum er nauðugur einn kost-
ur að bíða úrslita málsins í hæstarétti. Honum er
líka oflast nauðugur einn kostur að fá sér talsmann
fyrir hæstarétti. Áfrýjandi (aðaláfrýjandi) getur þvi
með málskotinu knúið andstæðing sinn til þess að
leggja fram fé og fyrirhöfn, hversu sem lionumkann
að vera það óljúft.
í annan stað má auðvitað finna ýmsar ástæður
fyrir því, að hæstiréttur Dana lúki síðasta dómsorði
á íslenzk mál.
Hæstiréttur er skipaður 13 mönnum, venjulega
einhverjum beztu lagamönnum Dana, mönnum, sem
hafa tamið sér dómstörf mikinn hluta æfi sinnar.
Dómendur í hæstarétti þekkja að jafnaði alls ekkert
til aðilja íslenzkra mála, og hafa því venjulega enga
tilhneigingu til þess að lialla á annan fremur hinum.
Þeir standa fyrir utan öll islenzk deilumál, og hafa
því ekki fyrirfram tekið sér afstöðu lil nokkurs þess
islenzks máls, er undir dóm þeirra ber. Þeir týna
ekki niður lagaþekkingu sinni, því að þeir verða að
neyta hennar daglega nær á öllum sviðum lögfræð-
innar. Ef nú hæslaréttardómendur hefðu þekkingu
á tungu og þjóðarhögum vorutn, slíka sem ætla má,
að innlendir dómendur hafi, þá mætti að jafnaði
vænta réttlátari og löglegri dórna frá hæstarétti en
íslenzkum dómstólum.
Það hefir verið talsverð óánægja með landsyfir-