Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 92
54
Um heimilisiðnað
maður þessa félags er etatsráð N. C. Rom, er margir
hér á landi munu kannast við.
VI.
Sé heimilisiðnaður rekinn skynsamlega, gefur
liann þeim, er leggur stund á 'liann, eigi all-lítið í
aðra hönd. Auðvitað getur hann eigi komið í stað
aðalatvinnuvega manna, eða gefið jafnmikinn arð og
hvort lieldur er sjómenska eða landbúnaður, en tals-
verðar aukatekjur getur hann veitt. Dæmi til þess
set eg eitt, er tekið er úr skýrslum norska heimilis-
iðnfélagsins. Þar segir frá ungum manni, er seldi té-
laginu ýmsa útskorna muni. Á 13 árum vann hann
sér inn á tómstundum sínum 9000,00. Fyrir þetta
fé keypti hann sér jörð, er kostaði 4000,00, og horg-
aði hana, og umbætur þær, er hann gjörði á henni,
algjörlega með fé því, er hann smámsaman vann sér
inn, með heimilisiðnaði sinum. »Áður en eg kyntist
félaginu«, segir hann, »var efst í mér að fara til Vest-
nrheims; nú iðrar mig ekki, að eg lét það ógjört«.
Einnig eru þar ýms dæmi, er sýna, lvve ómiss-
andi heimilisiðnaður er þeim, er að einhverju leyti
eru svo fatlaðir, að þeir geta eigi unnið hvaða vinnu
sem er.
VII.
Þá er nú komið að þeirri lilið málsins, er mestu
skiftir.
Getum vér íslendingar hagnýlt okkur heimilis-