Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 105
hér á landí.
67
sögunni uin nokkurn stjórnmálamann, sem nokkuru
helir til vegar komið. Við eigum ekki að þurfa ann-
að en taka okkur hans dæmi til fyrirmyndar um
aldur og æfi. Ef við hölduin því striki, þá erum við
áreiðanlega á réttri leið — eflir því sem nú er talað.
Nú er sannleikurinn sá, að stefna Jóns Sigurðs-
sonar í frelsismáli Islands tók, fyrir viðburðanna rás,
alveg ómótmælanlega svo gagngerðum breylingum,
að það væri blátt áfram broslegur vanþekkingarvott-
ur að segja mönnum að balda stefnu Jóns Sigurðs-
sonar, án þess að tillaka nákvæmara, við livað væri
átt — bvort það væri stefna Jóns Sigurðssonar 1851,
eða 18(57 og þar á eftir.
Og rétt til dæmis um það, að aðgætni þarf við
að bampa stjórnmála-ummælum Jóns Sigurðssonar
— eins og auðvitað aðgætni þarf við meðferðina á
ummælum allra manna, ekki sízl þegar þau um-
inæli eru frá löngu liðnum tímum — skal eg benda
ykkur á það, að þegar Jón Sigurðsson mintist fyrst
á jarl bér á landi, svo að mér sé kunnugt, þá bugs-
ar bann sér þann jarl ekki annað en forsætisráð-
berra. Pelta var árið 1848. Jón Sigurðsson bugsar
sér þcí, að jarlinn eigi, ásamt meðstjórnendum sín-
um, »að bera fram fyrir Alþingi erindi af konungs
bendi og taka við þjóðlegum erindum aftur á móti«.
Jarlinn á, ásamt meðstjórnendum sínum, að gefa allar
þær skýrslur, sem þingið befði rélt á að heimta af
stjórnarinnar bendi, og yfir höfuð að tala hafa á-
byrgð stjórnarinnar á bendi«, ásamt þeim. Síðar
verður jarl Jóns Sigurðssonar allur annar. Hann
verður ímynd konungs bér á landi og fer með stað-
festingarvaldið, eins og rnenn bugsa sér jarlinn nú á
dögum.