Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 156
118
Ríkisráð Norðmanna og Dana
sé þó ekkert sagt um birtingu þeirra á alþingi í »Lov-
samling for Island«, rétt eins og öllu varðaði, hvað
í því riti stæði um slíkt efni. Annars verður höf.
fræddur um það, að um birtingu nefndra tilskipana
á alþingi eru sagnir annaistaðar, sagnir samtíða-
manna, sem ekki verða vefengdar. Annars þarf ekki
orðum að eyða að þeirri fjarstæðu, sem höf. virðisl
lielzt vilja halda íram, að sá, er segir eitthvert laga-
boð gildandi, þurfi ekki að sanna það, heldur hinn,
er kveður það eklci gilda, verði að sanna ógildi þess,
þegar svo stendur á sem hér, að ágreiningur er um
það, hvort lagahoð hafi nokkurn tíma núð gildi. Allur
vefur höf. um Lönguréttarbót er einskisvirði. Hon-
um tekst alls ekki að sanna gildi hennar á Lslandi,
enda þótl nokkrum sinnum kunni að liafa verið dæmt
eftir henni. Á íslandi var oft dæmt eftir lögum og
öðru, sem aldrei fékk lagagildi hér, t. d. heilagri ritn-
ingu í galdramálunum, »keisararéttinum« o. s. frv.
Þá talar höf. um stjórn ríkisráðsins á Islandi i
stað konungs (bls. 61—79). Þó að margt megi að
þessum kalla finna, er þó helzt eitthvað á lionum að
græða. Ekki er þó svo að skilja, að mikið sé liér
nýtt. Enginn mun liafa neitað því, að ríkisráðið liafi
stýrt ríkjum, þegar konungslaust var. Hitt er ágrein-
ingsmálið, fivaða máli það skifti um rétlarstöðu ís-
lands. Höf. tilfærir ekki neitt lagaboð, sem heimili
ráðinu þenna rétt. Þó að íslendingar hlíttu stjórn
ráðsins, þá er eklci þar með sannað, að þeir hefðu
ekki gelað að lögum tekið annan upp. Hann tínir
að eins til dæmi þess, að alþingi og einstakir Islend-
ingar hafi sælt sig við stjórn ráðsins, dæmi, sem
bent hefir verið á áður.
Næst er um »ríkislöggjöj og sérlöggjöj Islandsu