Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 83
á Norðurlöndurn.
45
á stóriðnað og auðkýfinga annara landa eða öfunda
þau af velmeguninni, er vér sjáuxn á yfirborðinu. Því
það eru hin stóru sorglegu sannindi þjóðfélaganna,
að þar sem auðurinn er mestur, er eymdin á liinn
bóginn átakanlegust. Prátt fyrir fámenni og frum-
býlingsskap vorn getum vér, ef lil vill, lalist efnuð
þjóð. Auðnum er jafnara skift lijá oss en hinum
stærri þjóðunum. Hér eru engir svo ríkir, að þeir
geli veitt sér alt það, er þeim kynni að detta í hug
að óska, en liér þarf enginn að verða hungunnorða
eða deyja úti undir berum himni af því, að hann eigi
ekki þak yflr höfuðið. Vér gætum, ef vér vildum,
lálið öll gamalmenni njóta góðrar elli, hjá oss þarf
ekkert barn að fara svangt í skólann, eða erfiða sér
lil ólífis í verksmiðjum eða námum.
En alt þetta eru daglegir viðburðir í hinum stóru
iðn- og menningarlöndum, þjóðaböl er eigi verður
rönd við reist. í sjálfu »fyrirheitna landinu« Vestur-
lieimi, fóru árið 1910 daglega 50,000 börn svöng í
skóla í borginni NewYork, og vinnuleysi var þar svo
inikið, að til að ráða fram úr því voru haldin opin-
ber uppboð á verkamönnum. Taldist svo til, að á
viku væru seldir um 500 vel vinnandi menn. Fengu
færri en vildu að komast á uppboðslistana, að fá að
vinna fyrir fæði og húsaskjóli var auðvitað margfalt
betra en seinn og kvalafullur hungurdauði. Sama
borg stærði sig af því að eiga 1320 miljónaeigendur.
Þrælkun kvenna og barna í verksmiðjum og
námum er einhver hinn svartasti blettur á heims-
menningunni. í brennisleinsnámunum á Sikiley, er
með rétlu kallast »barnahelvítin«, fara börnin að
vinna 7—8 ára gömul, og þegar þau eru 12—14 ára
eru þau orðin aumingjar. Þessu líkt er það í kola-