Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 159
gagnvart íslandi.
121
sem kunna eittkvað í latínu, mundu telja það nafn
(»stnltc(J vel til fundið á bókinni.
Það hefði verið ástæða til þess að taka rit próf.
Berlins til miklu ýtarlegri athugunar en hér var kost-
ur á. Var og svo til ætlast í öndverðu, er þingið
veitti 1909 fé til að rita um réttarstöðu landsins, og
var höf. þessara lína, ásamt öðrum manni, falið verk-
ið, en af atvikum, sem ekki varð við ráðið, drógst
útgáfa rits um það efni Iengur en ráð var fyrir gert,
og sýndist núverandi ráðherra þá, að stöðva útkomu
ritsins með því að neita skilyrðislaust útborgun fjár-
ins til útgáfu þess, og var þó ekki nema um 2
mánaða frest að ræða, fram yfir þann frest, er áður
var veittur.
firófessor Berlin er afkastamaður mikill um rit-
slörf. Hann lætur ekki síður til sín taka deilumál
um íslenzk stjórnmál milli Dana og fslendinga, þau
sem nú eru efst á baugi, en ágreining milli fræði-
manna um sögurétt íslands til sjálfstæðis. Þjdvjast
þar og margir af kulda kenna, og eigi er próf. Berlin
kallaður réttbermari á orð og skoðanir núlíðar ís-
lendinga um stjórnmál en á efni gamalla skjala eða
skoðana manna um þau. I maíhefti tímaritsins
»Gads danske Magazin« hefir próf. Berlin t. d. enn á
nj' ritað alllanga grein um ríkisráðsákvæðið í stjórn-
arskránni, hvort Danir muni leyfa að fella það brott
o. s. frv. Kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að brott-
felling þess, og ef íslenzku málin yrðu ekki framar
borin upp í ríkisráði, mundi leiða til hins sama eða
i sömu átt sein frumvarp meiri hlutans á alþingi
1909 í sambandsmálinu. Telur því með öllu frá-