Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 100
62
Um heimilisiðnað
ánægðari með kjör sín en sá, er eigi þekkir vinnuna
og þá blessun, sem henni fylgir. »Vinn þú«, segir
snillingurinn Goeihe, »og gleðin kemur til þín sjálf-
luafa«. Fátt göfgar manninn meira en vinnan.
Lílil þjóð, en reglusöm og starfsöm, er betur
slödd en stór þjóð, er eigi er þessum kostum búin.
Vér erum ein af allra minstu þjóðum heimsins. Því
minni sem búskapurinn er, þess slerkari gætur þarf
að hafa á því, að ekkert á búinu fari til ónýtis, eng-
inn vinnukraftur verði að engu. Og ekkert er svo
lítilfjörlegt, að eigi megi færa sér það í nyt. Ef vér
tækjum heimilisiðnaðinn í þjónustu vora, gæfuin hon-
um tómstundir vorar, yrði hann oss án efa liappa-
sæl hjálp til betra efnaliags. Ef unglingarnir, sem nú
eru að alast upp, og víða sjá að eins iðjuleysi, ó-
reglusemi og þar af leiðandi eymd, sæu í stað þess
starfsemi, reglusemi og ánægju, væri þjóðinni betur
borgið í framtíðinni en nú er.
Síðustu áratugir liafa fært með sér margar og
miklar endurbætur á skóla- og fræðslufyrirkomulagi
voru. Nú er lögð meiri rækt við fræðslu barna en
áður, það er að segja til bókarinnar. Verklega þekk-
ingu fá þau litla; hér væri full þö'rf, að komið yrði
fastara skipulagi á, t. d. með barnavinnustofum í kaup-
stöðum og ákveðinni handavinnukenslu (slöjd) drengja
og stúlkna i sveitum og bæjum.
Allir nýir straumar uppeldisfræði vorra tíma
hníga að því, að hefja vinnu handarinnar lil sama
vegs og vinnu heilans. Hvorugt getur án liins
verið, ef bæði eiga að hafa vöxt og viðgang. Slöjd-
kensla gjörir unglingana færari um, að hagnýta sér
þá óviðjafnanlegu eign, er hver maður á í tveim hraust-
um, vinnandi höndum.