Andvari - 01.01.1912, Page 167
Ávarp Þingeyinga
lil Trampe’s stiptamtmanns eptir Þjóðfundinn um að fara
af landi burt og fá sér embætti i Danmörku.
Eptir frumriti, sem Landsskjalasafnið liefir feingiðfrá niðjum
Jóns ritstjóra Guðmundssonar. Honum hefir verið send þessi
áskorun, og hann átt að koma henni á framfæri. En lionum
mun hafa þótt hún nokkuð hörð og stungið henni undir stól,
enda ritar hann utan á liana: „fór aldrei leingra11. Sbr. skjöl
um Þjóðfundinn 1851 í Andvara XXXI, 32—60; XXXII,
146—160.
Yður, hávelborni herra, greifi Jurgin Ditleifur Trampi,
stiptamtmaður yfir íslandi og amtmaður í
Suðuramtinu, senda bændur í Þing-
eyjarsýslu óvarp þetta, og þar
með kveðju guðs og
sína.
Lýsum vér því yfir fyrir öllum,sem þetta bréf vort
sjá og lesa, að vér heiðrum og elskum löglegan konung
vorn, Danakonunginn, hver sem er eður verða kann, á
meðan liann heldur oss við lög vor og réttindi; unn-
um vér einkar mikið konunginum, sem nú er, Friðriki
hinum sjöunda, syni liins hásæla Kristjáns átlunda,
lollegrar minningar, sem liefir reynzt oss ágætastur
liöfðingi allra Danakonunga, og fremst af öllum viður-
Andvari XXXVII. 9