Andvari - 01.01.1912, Qupperneq 197
J^jóðvinafélagið.
Stjórn félagsins sú, sem nú er, hafði ákveðið að láta fylgja
Andvara i þetta sinn nokkurt yfirlit yfir störf þess frá upp-
hafi til þess tíma, sem nú er komið, og eins um árlegan fjár-
hag þess síðan síðustu skýrslur þess voru prentaðar. Þetta
er þó ekki hægt, nema að nokkru leyti, því að núverandi
stjórn hefir eingin gögn feingið í hendur frá fyrverandi íorseta,
hvorki reikninga félagsins frá fyrri árum né annað, er til þess
sé fallið að geta gert yfirlit yfir árlegan fjárhag þess. Félagið
komst fullkomlega á stofn á Alþingi 1871, og þá voru samþykt
bráðabirgðalög, sem út voru gefin í Kaupmannahöfn (1872),
prentuð sem handrit, og netnist „Hið íslenzka Þjóðvinafélag".
En til hlítar voru samþykt lög handa félaginu á þingfundi 22.
Júlí 1873, og eru það þau lög, sern enn gilda, og erugefinútí
„Skýrsla og lög hins íslenzka Þjóðvinafélags 1869—1873“. Khöfn
1873. Því næst var gefin út skýrsla félagsins fyrir árin 1873—1875,
og prentuð í Kaupmannahófn 1876. Síðan hefir eingin skýrsla
komið út um félagið, nema 2 blöð með reikningsyfirliti fyrir
árin 1881—1886, prentuð í Reykjavík 1887. Fulltrúar þeir, sem
lögin gera ráð fyrir, að félagið ætti að hafa úti víðsvegar um
héruð landsins, eru nú fyrir laungu horfnir, og í þeirra stað
komnir útsölumenn á bókum félagsins.
Skýrsla sú, sem hér fylgir, nær af framantöldum ástæð-
um að eins yfir stjórn félagsins og bækur þær, er það hefir
gefið út. Verð það, sem við hverja bók stendur, er hið upp-
haflega bókhlöðuverð, en ekki það niðursetta verð, sem nú
kynni að vera á bókinni, og sjá má á kápunni á Almanökum
félagsins.