Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 132
94
Um túnrækt.
bótin, sem liugsað var nokkuð alment um fram undir
síðustu aldamót. Síðan liafa menn einnig hugsað
talsvert um girðingar.
Flestir íinna til þess, að þúfurnar eru átumein
i húskapnum, og áhugi til að fækka þeim er alment
vaknaður. Ég skal því ekki færa neinar röksemdir
fyrir því, að þúfnasléttun sé þarlleg og arðvænleg.
Ekki skal ég heldur leitast við að kenna mönnum
að slétta. Margir eru nú orðnir þeirn störfum vanir
og kunna þau vel. En ég ælla samt að fara nokkr-
um orðum um þúfnasléttun að öðru leyti.
Menn tala um þrennskonar sléttun: þalcslétlun,
sáðsléttun og flagsléltun.
Paksléttun er það, eins og kunnugt er, að gras-
rótin er rist ofan at þúfunum, ílagið plægt og herfað,
eða pælt og mulið á annan hátt, jafnað siðan og toríið
lagl yfir aplur. Fannig byrjuðu menn að slétta, og
þessi aðferð er ennþá algengust. Sléttunaraðferð þessi
hefir tekið miklum umbótum síðan ég man fyrst til
um miðja næstl. öld. Þá þektist ekki ristuspaðinn.
Þá var plógur og herti líka mjög óvíða til. Þá ristu
menn ofan af þúfunum með torfljá. Var það sein-
legt, og torfið varð misþykt og með þunnum röndum.
Svo pældu menn þúfurnar niður með pál, — spaðar
voru þá óvíða komnir og kvíslar því síður, — og
börðu sundur hnausana með trésleggju. Þetta var
bæði seinlegt og erfitt, og verkið varð aldrei gert svo
vel, sem þurfti. Ef þúfurnar voru stórar, sal nærri
helmingur þeirra eptir óhreifður, en laus mold varð
í lautunum. Slétturnar aflöguðust tljótt og þúfurnar
gengu aptur eplir nokkur ár. Nú eru allir hættir við
torfljáinn, pálinn og trésleggjuna. Flestir plægja nú
og herfa, og það ættu allir að gera. Hitt ætlu menn