Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 120
82
Um túnrækt.
Það sýnir, hve lítinn áhuga að þingið okkar og
stjórnin hefir haft á túnræktinni, að ekki skuli liafa
verið gerðar neinar ráðstafanir til þess, að öll tún á
landinu væru mæld og flatarmál þeirra reiknað á-
reiðanlega, bæði sléttlendið og þýfið, hvað út af fyr-
ir sig.
Nú höfum við feingið svo marga menn frá bún-
aðarskólunum og bændaskólunum, sem lært hafa
landmælingar, að það ætti ekki að vera nein vand-
kvæði á þvi, að fá túnin mæld og flatarmál þeirra
reiknað áreiðanlega og sýna hvað mikið væri sléft,
þýfí og raklent, og jafnframt Iwe mörg tún vœrn girt
og með hverskonar girðingu.
Liti maður svo yfir meðferð og hirðingu tún-
anna, þá sést fljótt, að allmikil framför er orðin í
þeirri grein frá því, sem var fyrir 30—40 árurn. Sem
vonlegt er, er sumu enn þá mikilla umbóta vant.
Sumstaðar má enn þá sjá, að troðningar liggja um
túnið, þvert og endilangt; að öllum skepnum er to/að
að traðka og naga túnið allan ársins tima, nema fáar
vikur fyrir og um túnasláttinn. Aburðurinn, sem er
undirstaða túnræktarinnar, er enn þá víðu lítið eða
ekkert drýgður, og svo lélega hirtur, að mikið a/ hon-
um fer forgörðum. Þar á ofan er liann stundum lát-
inn fyrnast ár frá ári — en ekki borinn á túnin.
Og á endanum er altvíða óhaganlega borið á og illa
nnnið á.
Öll þessi vanhirðing á túnunum sýnir, að menn
hafa ekki enn þá alment vakandi tilfinningu fyrir
því, að túnræktin er ekki að eins aðalundirstaða undir
hagsæld margra bænda, heldur einnig arðsamasta
vinnan, sem þeir geta unnið,
Síðastliðin 3 ár, eða árin 1909—'10, 1910—’ll