Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 17
Einar Ásmundsson.
XI
votta um kunnugleik höfundarins á atvinnuvegum
landsins og því ásigkomulagi, sem þeir eru nú í, og
um hyggindi hans, sem einnig lj’sir sér í því, liversu
liann hefir lrygt á hinum hagfræðislegu skýrslum,
sem til eru á prenti og útgefnar af Bókmentafélaginu,
máli sínu til sönnunar. Ritgerð þessi ætti því, að
vorri hyggju, að vera vel fallin til að vekja athygli
manna á því helzta, sem miðar til framfara Islands,
og það því heldur, sem ritgerðin er ljóslega og lið-
lega samin, og með góðu orðfæri. Gallar þeir, sem
á henni eru, finst oss vera sinámunir í samanburði
við þessa kosti, enda mundi liæglega mega lagfæra
þá, ef ritgerðin yrði prentuð.
Oss virðist því, þegar á alt er litið, að liöfund-
urinn sé verður þeirra launa, sem heitið er fyrir
slika ritgerð.
Eptir að þetta álit vort var samið, höfum vér feingið
að vita, að liöfundur ritgerðarinnar er Einar Ás-
mundsson, hóndi í Nesi i Laufássókn í Suðurþingeyj-
arsýslu«x).
Haíi Einar ekki verið orðinn þjóðkunnur áður,
þá varð hann það fyrir þetta rit.
Sagt er, að til hafi verið eptir Einar eitthvað af
óprentuðum ritum, svo sem um »volapiik« og jafn-
vel »esperantó«, er liann hefði haft í smíðum, þegar
hann lézt.
Á þeim árum, sem liann var í Múlasýslum, kynt-
ist hann síra Sigurði Gunnarssyni, sem þá var prest-
ur á Desjannýri. Einar varð síðar svili lians. Síra
1) Álit þetta er dagsett i Khöfn 27. Júni 1870, og undir-
skrifaðir Jón Sigurðsson, Oddgeir Stephensen, Sigurður J. G.
Hansen og Sigurður L. Jónasson. Skýrslur og reikningar hins
ísl. Bókmentafélags 1869—1870 bls. LIII—LIV.