Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 155
gagnvarl íslandi.
117
Höfundurinn hnj'tir hér þeirri atliugasemd aftan
í kaflann, að Andvara-ritgerðin 1910 um réltarstöðu
íslands hætti »af lianda hófi« við siðaskiftin, og gef-
ur með því í skyn, að það hafi verið svo haft til
þess að ekki þyrfti að nefna lagaboð 16. aldarinnar,
er staðfesti dómsvald ríkisráðsins (tilsk. 27. marz 1563,
5. apr. 1574 og 9. des. 1593). Höf. hefði þó mátt
vera kunnugt, að ritgerðinni i Andvara 1910 varð að
marka rúm, því að slík tímarit eru venjulega fljótfylt.
Annars getur höf. nú huggað sig við það, að fram-
annefnd lagaboð eru öll með tölu nefnd í Andvara-
ritgerðinni 1911 um samband íslands og Danmerkur
síðan siðaskiftin.
Næst talar höf. um ríkisráðið og löggjöfina. Hér
(bls. 30) fræðir hann oss um óhlutdrægni sína, og
að hann hafi rannsakað það mál »lidenskabslöst«!
Þessi kafli er og lítt eða ekkert annað en endurtekn-
ing af því, er bæði höfundurinn sjálfur og aðrir hafa
sagt um það efni. Hann hefir alls ekki rannsakað,
hversu mörg lagaboð handa íslandi hafi verið selt til
siðaskifta með hluttöku ríkisráðsins eftir þeim heim-
ildum, sem enn eru til. Eftir siðaskiftin fer hann
nokkru nánar út í málið, en hvergi nærri til hlítar.
Sakir rúmleysis verður ekki unt að benda hér lil
nokkurrar hlítar á það, er rangt virðist hjá liöf. Sem
dæmi upp á vandlátssemi höf. má nefna orð hans
um »Lönguréttarbót« svonefnda frá 1450 (bls. 42—
43). Enginn stafur finst um birtingu hennar á al-
þingi og því siður um það, að hún hafi verið sam-
þykt. Samt heldur höf. því fram, að hann þurfi ekki
að sanna, að hún hafi verið lög hér. Svo vill hann
styðja þessa slaðhæfing sína með því, að enginn neiti
gildi tilskipananna um yfirréttinn 1563 og 1593, og