Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 93
á Norðurlöndum.
55
iðnað, og á hvern liátt? Mótbárurnar eru eílaust
margar. Sú helzta verður Iíklega fólksfæðin. Hér
er svo oft kvartað um fólksleysi, en jafnoft þó um
vinnuleysi. Því er, eins og allir vita, þannig varið
hér á landi, að annan helming ársins (sumarið) eru
menn önnum kafnir, en liinn helminginn (veturinn)
hafa margir lítið eða ekkert við að vinna. Einkum
eru það sjómenn, daglaunamenn og lausakonur, er
þá eiga ilt með að fá vinnu. Þetta fólk verður því
að lifa eingöngu á sumarkaupinu, sem verður þá
ærið uppgangssamt. Væri því engin vanþörf á, að
þessu fólki væri gjört liægara fyrir að fá einhverja
lítilsháttar vinnu, til þess að fylla út með þennan dauða
tíma ársins. Ekki þyrfti að efa, að margir myndu
fegnir sæta þeirri vinnu, ef hún byðist. Þelta nær
sérstaklega til lcaupstaða; um sveitir er öðru máli að
gegna. Par er fólkseklan, nú orðið, svo mikil, að
varla er tími afgangs skepnuhirðingu og lieimilis-
störfum. Eflaust mætti þó í mörgu endurbæta og
lagfæra lieimilisiðnaðinn til sveita, ef einhver, sem
þekkingu hefði á málinu, kynti sér, hvernig honum
er háttað. Það yrði t. d. talsverður vinnusparnaður,
ef prjónavélar væru alment notaðar, og hægðarleikur
ætti það að vera fyrir heimili, sem nálæg eru hvort
öðru, að eignast prjónavél í samlögum.
Kaupstaðarbúar voru árið 1908 33°/o allra lands-
manna, þar af 13% í Reykjavík. Mikill hluti þessa
fólks er eflaust verkafólk og sjómenn, er stundar vinnu
að eins að sumrinu. Veiðitími þilskipa í Reykjavík
var það ár 28,3 vikur. Annarsstaðar á landinu er
veiðitiminn miklu styttri; að meðaltali á öllu land-
inu 20,1 vikur. Það er því eigi lítill tími árlega, er
þetta fólk er atvinnulaust, og mörg stund er til einkis