Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 81
á Norðurlöndum.
43
nienn eða félagsskapur beitti sér fyrir, að útvega fólki
uppdrætti og verkefni með sem bezlum kjörum. Verk-
efnið yrði vitanlega að miklu leyti útlent, en það
skiftir minna séu uppdrættirnir íslenzkir. Véreigum,
t. d. á forngripasaíninu, gnægð uppdrátta, er vér ætt-
um að hagnýta betur en vér gerum nú. Uppdráttum
er hægl að breyta á ýmsa lund, án þess þeir missi
einkenni sin, ef sá fer með, er þekkingu hefir.
Ivvenþjóðin íslenzka ver árlega miklu fé í hann-
yrðir. Þessar hannyrðir eru alllleslar útlendar, og
mikið af þeim mjög óvandað. Eina innlenda iðnin,
er nokkru nemur, er baldíring; það er þjóðbúningur
vor, er haldið hefir henni við. Eg er þess viss, að
ættu íslenzkar konar völ á innlendum smekklegum
uppdráttum, mundu þær fremur kjósa þá en útlendu.
Þetta mál ættu einkum kvennaskólar vorir að láta
sig varða; líka gæti það komið til greina viðlianda-
vinnukenslu slúlkubarna í efri bekkjum hinna stærri
barnaskólanna.
Markaður innanlands ælli því að geta orðið tals-
verður. Þá mundu útlendir ferðamenn engu síður
kaupa lisliðnaðinn íslenzka, væri liann á boðstólum.
Það, sem þeim er boðið nú af því tagi, er því miður
olt og einatt þannig, að oss er varla vanzalaust, að
útlendingar flytji það burt með sér, sein sýnishorn
menningar vorrar og iðnaðar.
Vér þyrftum varla að kvíða, að eigi opnaðist
markaður islenzkum listiðnaði, jafnt kvenlegum liann-
yrðum og smíðisgripum, eða að eigi myndi hann
i)orga þann tíma og þá fyrirhöfn, er vér verðum til
þess að framleiða hann.