Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 15
Einar Ásmundsson.
IX
/lö/ii/if/fií’ hins íslenzka Pjóðvinafélagsins, sem nú um
síðir, eptir oflangan drátt, minnist þessa frumstofn-
anda síns. Var sú stofnun ráðin á fundi á Ljósa-
vatni
Flest af ritsmíðum Einars er að finna í blöðum og
tímarituin, og skal hér ekki farið út í það að telja
slíkt upp, því að skrá yfir öll rit hans og blaðagrein-
ar verður látin fylgja þessu æfiágripi. Af sérstökum
bókum liggur ekki mart eptir hann. Það er víst varla
annað en þýðingin á Leiðarvisi am einkenni á mjólk-
urkúm, sem gefinn var út á Akureyri 1859, og svo
verðlaunarit hans Um framfarir Islands, setn prentað
var í Kaupmannahöfn 1871, og þótti einstakt merk-
isrit á sinni tið. Árið 1860 hafði Bligh Peacock skips-
brakún í Sunderlamdi á Englandi heitið 5 pnnda (90
kr.) verðlaunum fyrir beztu ritgerð um framfarir ís-
lands, »sem samin væri af innfæddum íslendingi,
eða, ef það þætli réttara, af manni, sem ætti heima
á íslandi; stjórn felagsdeildar Bókmentafélagsins í
Kaupmannahöfn skyldi dæma um ritgerðina«. Síðan
Iiét annar ónafngreindur maður (að likindum Jón
Sigurðsson) 3 punda (54 kr.) verðlaunum fyrir næst
beztu ritgerð um þetta efni. En seinna var þó báð-
um þessum verðlaunum slegið saman, og skyldi verð-
launin vera að eins ein(l 00 rd.) fyrir þá ritgerðina, er
bezt væri, og var þá efni og fyrirkomulag ritgerðar-
innar tiltekið nokkuð nánara en fyrri1). Voru verð-
laun þessi auglýst um 10 ár, án þess nokkur gæfi
sig fram með rit, er verðlauna þætti vert, þar til
1869, að Bókmentafélaginu barst ritgerð Einars í Nesi,
er verðlaunin hlaut. Dómur verðalaunanefndarinnar
1) Skýrslur og reikn. h. ísl. Bókmentafél. 1863—64.