Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 135
Um U’inrækt.
97
ar rétt, til þess að geta sléttað sem mest á hverju
árinu. En vanalega er haustsléttum hættara við að
aflagast fyrsta vetur, því að moldin er þá svo laus.
Sjaldan er þetta þó meira en svo, að iaga má að
vorinu með lítilli fyrirhöfn. Ætli maður að láta torfið
liggja yíir veturinn, sem eg tel raunar eiga illa við,
þá ríður á að lála það ekki liggja í bunkum, heldur
útbreitt á túninu i kring, og láta grasið snúa upp.
IJá skemmist toríið furðu lítið, og jörðin undir því
skemmist ekki verulega, ef það er tekið snemma, og
þakið með því áður en verulega fer að gróa. En þá
þarf ilagið að hafa verið plægt og jafnað að hausl-
iriu, svo fijótlegt sé að vinna það til fulls að vorinu,
svo að torfið verði tekið áður en verulega fer að
gróa. Annars skemmist túnið undir því.
Sáðsléttim er nýlega komin til sögunnar. Þar
plægja menn þúfurnar með grasrótinni, mylja plæg-
juna, og sá höfrum í fiagið eitt eða fleiri ár, og sá
svo seinast grasfræi, og gera ílagið þannig að túni.
I gióðrarstöðinni í Reykjavík og á Akureyri, og
á ýmsum öðrum stöðum, er kominn nokkurra ára
reynsla fyrir því að fá má góða grasrót í fiögin með
þessu móti. En engar skýrslur hafa enn þá sézt um
það, hve miklu er kostað til við þessar sléttur — í
vinnu, áburði og útsæði, þar til að sléttan er orðin
að góðu túni, né hver eptirtekjan liefir verið á með-
an, og þá ekki heldur — sem ekki er von — hver
eptirtekjan er framvegis. En á meðan þetta ligg-
ur ekki fyrir, er ekki unt að uppkveða áreiðanlegan
dóm um það, hvert sáðsléttunaraðferðin sé kostnað-
arminni og fljótlegri en þakslétlunaraðferðin. Og svo
er nú eptir að vita, hvort sáðslétturnar verða eins
úthaldsgóðar og þakslétturnar.
Andvnri XXXVII. 7