Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 13
Einar Ásmundsson.
VII
liann væri bæði djúphygginn og fjölfróður, og lík-
Iegur til þess að verða nytjamaðurum öll þjóðfélags-
mál, úr því þar fylgdi með hyggileg framkvæmdar-
semi, — og þótti hann skjótt einhver líklegasti maður
þar um slóðir lil slíkra liluta. 1858 fóru fram kosn-
ingar til Alþingis. Var þá Jón Sigurðsson á Gaut-
löndum kosinn alþingismaður — þá í fyrsta sinn, —
en Einar varaþingmaður Suður-Þingeyinga, og var
hann það jafnan síðan fram til 1874. Þá var hann,
ásamt síra Arnljóti Olafssyni, kosinn þingmaður Ejr-
firðinga, og varð Einar þá fyrri þingmaðurinn. Sat
liann því næst á þingunum 1875, 1877 og 1879.
Árið 1880 voru þeir enn kosnir þingmenn Eyfirðinga
Einar og síra Arnljótur, og varð Arnljótur nú fyrri
þingmaðurinn. Átti Einar síðan sæti á þingunum
1881, 1883 og 1885 sem annar þingmaður Eyfirð-
inga. I Alþingiskosningunum í Ej'jafirði 1886 var
kapp svo mikið, að þeir Benedikt Sveinssnn og Jón
á Gautlöndum yfirgáfu kjördæmi sín og buðu sig
fram í Eyjafirði, til þess að bola þá Einar og síra
Arnljót frá þingmensku. Það lókst að því leyti, að
þeir Einar náðu ekki kosningu, en síra Arnljótur
varð þá konungkjörinn, og komst þann veg inn á
þing. Sumarið 1889 andaðist Jón á Gautlöndum í
þingför, og var þá óskipað annað þingmanns sæti
Eyfirðinga það ár. 1891 skj'ldi kjósa mann í sæti
Jóns til eins þings, og var Einar þá í kjöri, en kosn-
ingu blaut þá Skúli Thoroddsen. En 1892 var Einar
kosinn þingmaður Suðurþingeyinga, og var hann á
þinginu 1893. En sú varð síðasta þingför hans.
Naut hann sin ekki til hh'tar á því þingi, einkum sök-
um þess að hann var farinn að missa mjög heyrn, enda
þá hálfsjötugur og tekinn nokkuð að hrumast að öðru.