Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 153
gagnvart íslandi.
115
ætlast til þess, að ráðið hefði tillögurétt um íslensk
mál eins og hin norsku. Hitt heíir hvorki Berlin né
nokkur annar sannað, að slíkur vilji komi glögt fram
í lögbókunum.
Höf. hefir enn orðið að draga saman seglin um
skýringu sína á réttarbótinni frá 1314 og nefndar-
mannasamþyktinni 1302. En að því er virðist til að
leiða athygli frá því, fer hann alt í einn í Spjald-
hagadóminn frá 1495 og bréf Jóns biskups Arasonar
lil alþingis frá 27. júní 15411). Mjög gott sýnishorn
af meðferð höf. á heimildum er skýring hans (bls. 23)
á siðastnefndu bréfi. Jón Arason segist í bréfinu
vilja samþykkja y>beztn manna ráð og þœr samþyktir,
sem gerðar verða á alþingi<.<. »Be:ln menn« lætur höf.
hér þýða rikisráðið. Höl'undi er þó sjálfsagt kunnugt
um lík orðatiltæki í öðrunr alíslenskum skjölum, þar
sem talað er um þœr samþgktir, er beztu menn geri
á atþingi og öðrum stórfundum2). Jón Arason segir
ekkert annað í bréfi sínu, því er að olan greinir, en
það, að hann ætli að hlíta því, er beztu menn semji
og samþykki á alþingi. Hitt er annað mál, að Jón
Arason skýtur sínu máli til þraular undir ríkisráð
Norðmanna. Þó að svo sé, er skýring höf. á orð-
unum »beztu manna ráði« jafn hluldræg og röng.
Annars má geta þess til þess að sýna, hversu
gaumgæfilega eða ráðvandlega próf. Berlín hefir at-
hugað áðurnefnt bréf Jóns biskups Arasonar, að Ari
sonur hans ritar sama dag og við sama tækifæri bréf
1) Safn til sögu íslands II, bls. 207—208.
2) Sjá t. d. alþingisdóm um gingjakl 1. júli 1511 (íslenzkt
fornbréfasafn VII. bindi, Nr. 293. bls. 355): »A7ú a/ pvi vœr
vissum að pað voru lög hér í landi . . . að pað skiilu allir
/yrir lög halda, sem enir beztu menn sampgkkja á alpingi
eður öðrum stórfundum . . . .«
8