Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 136
98
Um túnrækt.
Eg hefi lítið feingizt vtð sáðsléttun, en það litla
hefir ekki gefið mér sterka trú á því, að sáðsiéttun
sé hentugri hér á Vesturlandi en þaksléttun. Raunar
tek eg lítið mark á minni reynslu, því að bæði íór eg,
ef tii vill, ekki að öllu leyti rétt að, og svo hafa sum
suinurin, t. d. 1906 og 1907, verið alt annað en hag-
stæð fyrir sáðjurta-rækt hér á Vesturlandi. Hér fyrir
vestan mun jörðin víðast hvar líka vera seig, ogsein-
legt að fá hana nógu myldna fyrir grasfræ, — eða
svo er það í Ólafsdal. Eg hefi því verið hræddur
um, að kostnaðurinn við sáðsléttun yrði ekki ininni.
lieldur ef lil vill meiri, en við þaksléttun, ef öll fyr-
irhöfn og kostnaður væri nákvæmlega reiknað. Eg
hefi líka óttast fyrir, að eptiitekjan yrði ekki meiri
né vissari en af þaksiéttunum, heldur þvert á móti
minni og óvissari. Þessi ímyndun mín kemur ai' því,
að líklegt er, að útlendar grastegundir, þoli hér lakar
veðurlagið en hinar innlendu, og að þær geingju því
meira eða minna úr sér eptir fá ár. Og þá verður
eptirtekjan rýr á meðan innlendar grastegundir
eru að fylla skörðin aptur. í*að er auðvitað eingin
ástæða til að sækjast eptir úllendum löðugrösum,
nema maður geti með því móti feingið ódýrari og
arðmeiri tún. Og gróðrarstöðvarnar ættu nú að út-
vega fulla vissu fyrir því, hvort þetta má takast, og er
það nauðsynlegt. En það má ekki ætlast til, að gróðr-
arstöðvarnar skeri strax úr þessu máli. Þær þurfa
nokkur ár til þess — jafnvel mörg ár. En á meðan
ekki er fallin fullnaðardómur í málinu, er rélt
fyrir bændur að halda áfram af kappi með þakslétt-
un. Pað er margrei/nt að hún borgar sig vel.
Flagstétlur eru þannig gerðar, að þúfurnar eru
plægðar með grasrótinni. Síðan er plægjan herfuð