Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 168
130
Ávarp Þingeyinga.
kent og viðreist þjóðréttindi vor. Berum vér það
traust til Friðriks konungs sonar hans, að svo seni
hann hét því sjálfur, þegar hann sal einráður
að völdum, að hann vildi fullkomna hið byrjaða verk
síns hásæla föðurs, til þjóðfrelsis vors og hagsælda,
og skoraði um það á íslendinga, að þeir legði fram
alla góða krapta, til að styðja og vinna að því verki,
svo muni honum og vinnast og auðnast að efna þau
og önnur konungleg heit sín til vor, þá fram líða
stundir.
Því lýsum vér og yfir fyrir sann, að vér heiðr-
um og elskum lög og reglu og alla yfirmenn vora,
þá sem vernda lög vor og rétt, reglu og stjórnsemi,
og að vér skulum auðsýna þeim þegnlega hlýðni og
auðsveipni, sem ber, og öllum löglegum skip-
unum þeirra, og að þessu styðja af öllum mætti.
Enn því treystum vér, að vorum milda konungi sé
um það annast allra mála, að setja þá menn til em-
bætta i þessu fjarlæga landi hásætis lians, einkum
þau hin æðstu, sem héldi oss við þann veg, við lög
vor og rétt, að í eingu verulegu sé áfátt, svo að vér
megum bera fult traust til þeirra manna, og hlýðnast
þeim og skipunum þeirra, ugglausir og án vantrausts
og lortryggni; treystum vér því, að einginn sá verði
settur til hinna æðri embættisvalda hér, sem ekki er
svo dreinglundaður, að hann vilji kannast við og
viðurkenna ineð sjálfum sér, ei' hann hefir rangskilið
lög vor og rétt i nokkru verulegu, og fyrir það mis-
tekizt valdstjórnarverk sín, svo liann með þeim liafi
sýnt sig í að misbjóða löglegum réttindum manna
yfir höfuð, og að liann, ef það væri bert, vilji þá
jafnframt kannast við, að ineð slíku liljóti hann að
liafa glatað þvi trausti iandsbúa, sem hverjum vald-