Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 41
i íslenzkum málum.
3
var þingfararbálkur Járnsíðu i lög tekinn á alþingi,
og hurfu vorþingin þá með öllu úr sögunni, enda er
þeirra ekki getið í lögum eftir það. Fjórðungsdómar
og fimtardómur sættu sömu örlögum. Járnsíða var
úr lögum numin á alþingi árið 1281, en Jónsbók var
lögtekin.
Samkvæmt Járnsíðu virðist lögréltan og lögmenn
hafa farið með æðsta dómsvald hér á landi þau ár,
sem hún var hér lög. Lögmannsúrskurð mátti eng-
inn maður rjúfa, ekki konungur heldur, nema að því
leyti sem hann hafði vald til að gefa mönnum upp
sakir, t. d. mannsbana landsvist samkvæmt Járnsíðu,
mannhelgi 4. kap. í héraði nefndu lögmaður og
sýslumenn, sem oftast eru nefndir valdsmenn í Járn-
síðu, menn í dóma, og lögðu svo venjulega sam-
þykki sitt á dómana.
Þó að konungur hefði ekki að lögum dómsvald
yfir íslenzkum málum, þá eru dæmi til þess, að um-
boðsmenn hans tóku slíkt vald honum til handa eða
reyndu að ná því, með því að þeir stefndu á þeim
árum íslendingum utan undir dóm konungs. Haust-
ið 1280, að því er virðist, stefndi Loðinn leppur þeim
Lofti Helgasyni og Birni Þorsleinssyni í Hruna ut-
an fyrir það, að þeir hefðu farið óvirðulegri orðum
um konungdóminn en vera bar1). En ekki var þess-
um utanstefningum þó til streitu lialdið, eiula voru
þær fullkomin ólög, hvernig sem annars er á rétt-
mæti utanstefninga litið alment.
Dómaskipun sú, er liér komst á innanlands sam-
kvæmt Járnsíðu, hélzt að öllu verulegu eptir lögtöku
Jónsbókar. Samkvæmt Jónshók, þingfararh. 9. kap.
1) Biskupasögiu- I, 716.
*1