Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 22
XVI Einar Ásmundsson.
stefnuför og misjafnir dómar, og ekki trúlt um, að
sumir tryði því, að húsbrunar þeir, sem urðu hvað
eptir annað í Nesi á næstu árum þar eptir, væri
liefnd forsjónarinnar fyrir stefnuför þessa. En það
er af úrslitum málsins að segja, að þrætulandið var
dæmt Nesi og þess réttmæt eign. Er því ekki hægt
að segja, að Einar liafi haflð málið ófyrirsynju, því að
þá var hann búinn að þola það, að Laufásspreslur
hafði setið í eign lians í 28 ár, og notið þar af arðs,
sem svarar 9—10,000 kr., að ótöldum vöxtum.
Þó að eg hafi orðið að verða til þess að taka
saman þetta æfiágrip, var eg eingan veginn nógu kunn-
ugur Einari til þess að geta nú lýst lionum til nokk-
urrar hlítar.1) Skal eg því að lyktum lilfæra hér orð
I) Tvö atvik úr kynningu minni við Einar eru mér þó enu
minnisstæð. 1879 var Einar formaður og framsögumaður í nefnd
þeirri. er Alþingi skipaði um liið svo nefnda Elliðaáamál. Annar
þingmaður var skrifari nefndarinnar, og átti að semja nefndar-
álitið. Eg var þá í skóla, og var mikið af því sumri í Reykjavik.
Þegar kom að samningu nefndarálitsins, bað skrifari nefndarinn-
ar mig að rita álitið fyrir sig eptir því, sem hann læsi mérfyrir.
Einn fyrra hluta dags, sem við vorum í þessu verki, bar svo til,
að mér þótti verða los og lykkjufall í framsetningunni hjá fyrir-
lesaranum — um hvað það var, man eg nú ekki, — og hafði eg orð á
því. Mér var vitanlega sagt að þegja, því eg hefði ekkert vit á
þessu. Rétt í því vindur Einari í Nesi inn, ogberþá skrifari nefud-
arinnar þennan kafla af nefndarálitinu undir hann, og spyr, hvort
nokkuð sé við liann að athuga. Einarlasyfirseintog með athygli.
Þegar það var búið,sagði hann með áherzlu — og gleynd ég þvi aldrei,
svo hróðugur var eg, þó að eg segði ekkert —: „Þetta mú ekki
standa11. Það var strykað út. — Hitt atvikið er frá 1893.
Þá sat Einar á þingi i siðasta sinn, og kyntumst við þá nokkuð.
A þv( þingi hafði verið borið fram frumvarp um stofnun laga-
skóla liór á landi, eins og opt fyrri. Nefnd var sett i roálið, og
var eg einn af þeim, sem fentu í nefndinni. Nefndin klofnaði.
Eg hélt því fram, að við ættum að lieimta háskóla, og reri einn
áborð. Enmeiri hluti nefndarinnar hallaðist, — elcki að lagaskóla,