Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 99
á Norðurlöndum.
61
þjónustu sinni 1 eða lleiri aðstoðarmenn, er þekkingu
hefðu á málinu, gætu staðið fyrir kenslu í ýmsum
iðngreinum og leiðbeint i öllu er þyrfti. Líka yrði
nauðsynlegt að hafa eftirlit með þeirri vinnu, er unn-
in væri, að hún væri sæmilega af hendi leyst. Fyr-
irkomulag á slíkum félagsskap yrðum við að mestu
að sniða eftir tilhögun annara Norðurlandaþjóða, t.
d. Norðmanna. Mundu þeir fúsir, að láta oss í té
allar þær upplýsingar, er vér þyrftum, og greiða götu
þeirra íslendinga, er kynnu að vilja kynna sér þetta
mál.
X.
llvað vér græddum á beimilisiðnaðinum?
Hér hefi'r verið leitast við að sýna hvaða menn-
ingargildi listiðnaður vor hefir og hvern skerf liann
getur lagt til þjóðernissjálfstæðis vors. Einnig hefir
verið reynt að tæra rök að því, hvern þátt heimilis-
iðnaður á í því, að auka efnalegt sjálfstæði manna.
Hér við mætti bæta nokkrum orðum um, hver áhrif
hann hefir á hugsunarháttinn, siðferðilegu hlið máls-
ins. Heimilisiðnaðurinn kennir fólki, að nota vel
tómstundir sínar, þær stundir, er hjá mörgum verða
að engum notum, eða eru notaðar til þess, er miður
fer. Heimilisiðnaður venur þá, er frá barnæsku iðka
liann, á iðjusemi og reglusemi. Heimilin, er liafa hann
um hönd, verða betri, heimilislífið innilegra. (í
stefnuskrá heimilisiðnfélagsins danska er það bein-
línis tekið fram, að félagið sé stofnað »til að bæta
heimilin«). Unglingarnir eru fastari við lieimilin,
þegar þeir liafa eitthvert ákveðið starf með liöndum.
Sá, er eitthvað gagnlegt hefir handa á milli, verður