Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 157
gagnvart íslandi.
119
(bls. 61—79). Höfundur er hér afskaplega orðmarg-
ur að vanda, segir það á mörgurn blaðsíðum, er vel
mætti segja á einni. Hann getur ekki lieldur tilfært
eitt einasta lagaboð, er heimili nokkra »ríkislöggjöf« (a:
lög, er löggjafarvald Noregs — og Danmerkur — mætti
setja svo að bindandi verði fyrir þau önnur lönd, er
sama konungi lutu). Hann bj'ggir hér og talsvert á
því, hvaða lögum íslenzkir dómendur heittu og hvað
ýmsir fræðimenn, t. d. Sveinn lögmaður Sölvason,
kendu. Að framan er bent á, hver fjarstæða sé að
byggja á slíku, og þarf ekki að eyða fleirum orðum
að því. Höf. verður fyrst að sanna lögheimildina til
gildis »ríkislaganna« á Islandi, en þá sönnun vant-
ar enn.
Annars má benda höf. á það, að slikur maður
sein Konráð Maurer, sem Berlín virðir mikils, er
hann getur borið liann fyrir sínum málsstað, liefir
neitað gildi sumra slíkra »alrikislaga« fyrir ísland,
t. d. konungalögunum og grundvallarlögum Dana1).
Loks lalar höf. um þá hlutdeild, er íslendingar
haíi liaft í skipun ríkisráðsins (bls. 134—150). í
kalla þessum er hann enn með ríkiserfðalögin frá
1273 m. 11. Fátl er og nýtt í þessum kafla. Sem
enn eilt dæmi upp á áreiðanleik höf. má hér þó
nefna, að liann segir (bls. 135, 4. neðanmálsgr.), að
Björn M. Ólsen hafi sýnt það (paavist) (Upphaf I,
hls. 50), að íslenzkum bændum hafi verið stefnt utan
til þess að hylla konung 1299. En B. M. Ó. minn-
ist alls ekki á þetta mál á tilvitnuðiim stað, hefir hvergi
»sýnf« það, heldur aðeins getið sér þess til í Upphaf I, 59.
Eg liefi annars ekki rannsakað enn þá tilvitnanir höf.
1) Sjá t. d. Zur politischen Geschichte Islands, Leipzig
1880, bls.132—133 o. fl. Ný féiagsrit XIX, bls. 1, 64—68.