Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 85
á Norðurlöndum.
47
gagnvart öðrum sem fjandmenn, heldur þar sem allir
hjálpast að að vinna til sameiginlegra nota.
Rithöfundurinn norski frú Hulda Garborg getur
um slík fyrirmyndar þjóð- eða öllu heldur sveita-
félög, er hún þekkir. Henni farast svo orð: »1 okk-
ar fátæka landi (Noregi) eru enn til mörg smá fyr-
irmyndar þjóðfélög, þar sem allir ern efnalega frjálsir
og sjálfbjarga, þar sem velmegun er á hverju hcim-
ili, af því að allir vinna, og heppileg samvinna á
sér stað milli jarðyrkju, fiskiveiða og heimilisiðnaðar
karla og kvenna, er þar er á mjög liáu stigi. Þelta
I)lómlega ástand á sér stað á ýmsum eyjurn við Nor-
egsstendur, er eg heiinsótti fyrir skömmu. Heilbrigt
laglegt, velútlítandi fólk bjó þar, »enginn er hægt var
að gefa gamla flík«, eins og ein konan sagði við mig.
Stöðugar framfarir í öllu. A einni eyju bjuggu ööt)
manns. Þeir áttu IV2 miljón króna innistandandi i
litla hankanum sínum. Sjómennirnir áttu sjálfir mó-
lorháta og túnbletti, er þeir rækluðu jafnframt því er
þeir stunduðu sjóinn. í ýmsum ljallhygðum vorum
er liagur manna jal'ngóður og hér. Skógarhögg,
heimilisiðnaður og jarðyrkja hjálpast að, að gjöra
fólkið efnalega sjálfstætt«. Þessi orð eru sögð um
Noreg, landið, er að mörgu leyti er líkast Islandi að
staðháttum. Vonandi að enn séu til héruð á Islandi,
er eilthvað líkt verði sagt um.
Af þessu sjáum vér, að fyrsta skilyrði almennrar
elnalegrar vellíðunar er einmitt að heimilisiðnaður
haldisl í hendur við hinar aðrar atvinnugreinir manna.
Því að í honum felst tvöfaldur sparnaður. Vér spörum,
þegar vér sjálfir búum til þá hluti, er vér þörfnumst,
þau vinnulaun, er vér myndum verða að greiða
fyrir að fá vinnuna unna, og bein tekjugrein verður